Hola í höggi í dag

Nesklúbburinn Almennt

Í blíðviðrinu á Nesinu í dag fór kylfingur holu í höggi á annari holu.  Þar var að verki Helga Hrönn Þórhallsdóttir félagi í Nesklúbbnum og var þetta í fyrsta skipti sem hún náði draumahögginu.  Helga Hrönn sem verið hefur í klúbbnum í nokkur ár hafði farið til Nökkva Gunnarssonar golfkennara í kennslu í gær og því sannast það forkveðna enn og aftur að æfingin skapar meistarann.