Ótrúleg skráning í Meistaramótið

Nesklúbburinn Almennt

Skráningu í Meistaramót Nesklúbbsins 2011 lauk klukkan 22.00 í gærkvöldi.  Þegar henni lauk höfðu 237 meðlimir klúbbsins skráð sig til leiks og er það fjölgun um 20 manns frá því fyrra, en 217 kylfingar tóku þá þátt sem var met hvað varðar fjölda þátttakenda.  Þegar litið er til nágrannaklúbbanna, svo ekki sé talað um 9 holu golfvelli,  er þetta ótrúlegt hlutfall eða tæplega 37% meðlima klúbbsins sem hefur skráð sig í mótið.

Upphafleg niðurröðun flokka mun riðlast að einhverju leiti en það er von mótsstjórnar að það verði sem minnst.  Ný og uppfærð niðurröðun flokka og rástíma mun birtast seinni part dags í dag á golf.is/nesklubburinn/skjol.  Rástímar fyrir fyrsta mótsdag munu birtast á golf.is um kl. 20.00 í kvöld.

Mótsstjórn