Hola í höggi í Úrval-Útsýn mótinu

Nesklúbburinn Almennt

Í Úrval-Útsýn mótinu sem nú er haldið á Nesvellinum fór kylfingur holu í höggi í morgun.  Þar var að verki Baldvin Kristján Baldvinsson úr golfklúbbnum Oddi.  Kristján notaði 8 járn við höggið og var þetta í fyrsta skipti sem hann fer holu í höggi.  Nesklúbburinn óskar Kristjáni innilega til hamingju með afrekið.