Opna Úrval-Útsýn – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Opna Úrval-Útsýn mótið fór fram í sennilega besta veðri sumarsins á Nesvellinum í dag.  Færri komust að en vildu í mótið og voru 111 keppendur skráðir til leiks.  Tilþrif mótsins átti án efa Baldvin Kristján Baldvinsson úr golfklúbbnum Oddi.  Eins og kom fram í annari frétt hér á síðunni fyrr í dag fór hann holu í höggi á annari holu og náði þar með hinu langþráða draumahöggi allra kylfinga.  Völlurinn var til mikillar fyrirmyndar í dag þrátt fyrir að sumsstaðar megi sjá í nokkra þurrkabletti sem rekja má til rigningarleysis undanfarið.  Leikið var inn á nýju flötina á 9 holu og styttist nú óðum í að hún verði opnuð fyrir almennan golfleik.  Sigurvegari í punktakeppninni var Davíð Kristján Guðmundsson.  Davíð sem er með 17 í vallarforgjöf lék á 83 höggum og fékk fyrir það 42 punkta sem er glæsilegur árangur. Úrslit mótsins urðu annars eftirfarandi:

Höggleikur:

1. sæti – Nökkvi Gunnarsson, NK – 69 högg

2. sæti – Haukur Óskarsson, NK – 72 högg

3. sæti – Rúnar Geir Gunnarsson, NK – 73 högg (eftir bráðabana við Gauta Grétarsson)

Punktakeppni:

1. sæti – Davíð Kristján Guðmundsson, NK – 42 punktar

2. sæti – Tryggvi Haraldur Georgsson, GKJ – 41 punktur

3. sæti – Hólmsteinn Björnsson, NK – 39 punktar

Nándarverðlaun:

2./11. hola – Baldvin Kristján Baldvinsson, GO – hola í höggi

5./14 hola – Gauti Grétarsson, NK – 1,05 metra frá holu

Nánari úrslit má sjá á golf.is