Innanfélagsmót um helgina

Nesklúbburinn Almennt

Laugardaginn 11. júní verður haldið Texas-Scramble innanfélagsmót á Nesvellinum.  Mótið er opið öllum félagsmönnum klúbbsins og er fyrirkomulagi þannig háttað að tveir og tveir kylfingar para sig og leika saman sem lið eftir Texas-scramble fyrirkomulaginu.  Einu skilyrðin í reglugerð mótsins eru að aðeins annar leikmaðurinn má hafa leikforgjöf undir 10.  Takmarkaður sætafjöldi er í mótið og fer skráning fram á golf.is