Inniaðstaða og æfingatímar barna- og unglinga

Nesklúbburinn Almennt

Í síðustu viku fengum við lykla að Lækningaminjasafninu og er nú unnið hörðum höndum að því að innrétta húsnæðið til vetraræfinga fyrir klúbbfélaga. Áætlað er að þeirri vinnu verði lokið í kringum 10. febrúar. Aðstaðan mun samanstanda af 100 fermetra púttflöt, áþekkri þeirri sem er í Laugardalshöll og við höfum notað síðustu 2 ár og 6 mottum þar sem hægt verður að slá í net.

Æfingar barna og unglinga hafa af þessum sökum tafist nokkuð en munu hefjast í nýju húsnæði þann 1. febrúar.

Æfingatímar verða sem hér segir:

Strákar opinn hópur – mánudagar og fimmtudagar kl. 15.30 – 16.30

Stelpur opinn hópur – mánudagar og fimmtudagar kl. 16.30 – 17.30

Meistaraflokkur – miðvikudagar kl. 19.00

Opnunartími fyrir félagsmenn verður auglýstur nánar á næstu dögum.