Karlotta og Ólafur Björn klúbbmeistarar 2011

Nesklúbburinn Almennt

Lokadagur 48. meistaramóts Nesklúbbsins fór fram í dag, laugardag. Það var mikill vindur sem kylfingar þurftu að glíma við en þurrt og hlýtt í veðri. Vindurinn hefur eflaust sett eitthvað mark á skorkortin þó að taugarnar hafi eflaust átt sinn þátt líka. Hér að neðan má sjá úrslit hjá þeim flokkum sem luku leik í dag.

Ólafur Björn Loftsson endurheimti klúbbmeistaratitilinn með nokkuð öruggum sigri í meistaraflokki karla, hann lék hringina fjóra á 282 höggum eða 6 höggum undir pari. Í öðru sæti varð Oddur Óli Jónasson á 291 höggi. Nökkvi Gunnarsson varð þriðji á 292 höggum, eftir harða baráttu við Hauk Óskarsson og Gauta Grétarsson.

Eins og mörg undanfarin ár tókst engum kylfingi í A flokki kvenna að ógna sigri Karlottu Einarsdóttur. Hún hafði mikla yfirburði og lauk leik á 308 höggum. Í öðru sæti varð Ágústa Dúa Jónsdóttir á 357 höggum og þriðja varð Helga Kristín Gunnlaugsdóttir.

Það stefndi í mikla dramatík á 18. teig hjá lokahollinu í fyrsta flokki þegar Sigurður Skúlason, sem leiddi flokkinn af öryggi,  setti þrjú upphafshögg útaf. En honum tókst að ljúka holunni á 10 höggum sem dugði til sigurs á samtals 311 höggum, enda hafði hann leikið afbragðs gott golf á öðrum og þriðja degi. Í öðru sæti varð Rósant Freyr Birgisson á 314 höggum, og þriðji eftir bráðabana við Andra Sigurðsson, varð Sævar Fjölnir Egilsson á 319 höggum

Í öðrum flokki lék Sverrir Þór Sverrisson afburða stöðugt golf og vann með 15 högga mun eftir að hafa verið í forystu frá fyrsta hring. Pétur Þór Halldórsson varð annar og aðeins höggi á eftir Pétri í þriðja sæti varð Úlfar Þór Davíðsson.

Meistaraflokkur karla – Úrslit
1 Ólafur Björn Loftsson 68  70  69  75  282
2 Oddur Óli Jónasson   76  66  74  75 291
3 Nökkvi Gunnarsson   79 68  72 73  292

A flokkur kvenna – Úrslit
1 Karlotta Einarsdóttir           79  78  72 79  308
2 Ágústa Dúa Jónsdóttir     101  85 85 86 357
3 Helga Kristín Gunnlaugsdóttir   103 87 84  86  360

1. flokkur karla – Úrslit
1 Sigurður Skúlason 83   73   71   84 311
2 Rósant Freyr Birgisson  91   73   76   74   314
3-4 Andri Sigurðsson   82   81 75   81   319
3-4 Sævar Fjölnir Egilsson   84   75 77   83 319*

*Sævar vann eftir bráðabana

2. flokkur karla – Úrslit
1 Sverrir Þór Sverrisson   79   79 82  89   329
2 Pétur Þór Halldórsson 85  83  80 96  344
3 Úlfar Þór Davíðsson   86  79  85 95 345