Lokamót NK kvenna

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar konur

Jæja kæru NK-dömur,

Nú er komið að Lokamótinu okkar þetta sumarið og klára sumarið með stæl.

Mótið verður haldið þriðjudaginn 6. september og eru leikreglurnar eftirfarandi:

Við viljum vera vissar um að ná að klára fyrir myrkur og því er mæting kl. 16.00 og ræst verður út kl. 16.30 á öllum teigum.

Hámarksfjöldi í mótið er 70 NK-konur (við komum ekki fleiri fyrir) og því um að gera að vera snöggar að skrá sig því eins og alltaf hjá okkur er þetta bara „fyrst kemur – fyrst fær“.

Mótið er 9 holu punktakeppni og verða glæsileg verðlaun eins og vanda.

keppt verður í einum forgjafarflokki og er hámarksforgjöf gefin í mótinu 40.  Hámarksforgjöfin hefur bara með útreikninginn til verðlauna að gera en að sjálfsögðu geta allar NK-konur skráð sig og verið með.

Mótsgjald er kr. 4.900.-

Skráning hefst á Golfbox þriðjudaginn. 30. ágúst kl. 09.00 og lýkur mánudaginn 6. september kl. 12.00.  Einnig er hægt að hringja á skrifstofu golfskálans í síma 561-1930 og óska eftir að láta skrá sig á milli kl. 09.00 og 17.00.

Að móti loknu verður verðlaunaafhending og boðið upp á ljúfengan mat að hætti Mario og co.

Kveðja,
Elsa, Fjóla og Bryndís