Kæru klúbbfélagar
Á morgun laugardaginn 9. júlí hefst 48. meistaramót Nesklúbbsins. Þátttakendur hafa aldrei verið fleiri, en 233 eru skráðir til leiks. Við ætlum að nýta heimasíðu klúbbsins til að miðla upplýsingum eins vel og hægt er og hvetjum alla klúbbfélaga til að heimsækja síðuna daglega til þess að fylgjast með stöðu mála, rástímum og öðrum upplýsingum.
Hér að neðan eru nokkrir nauðsynlegir tenglar sem allir þátttakendur ættu að skoða:
Keppnisskilmálar Meistaramóts NK 2011
Minnispunktar fyrir þátttakendur
Skorkort
Af gefnu tilefni viljum við minna þátttakendur á mikilvægi þess að skrá skor vandlega og læsilega á skorkort og setja samtölu á réttan stað. Þannig má koma í veg fyrir óþarfa frávísanir!
Salerni
Sett hefur verið upp salerni við rafstöðvarhúsið nálægt 5. teig. Það er von okkar að þessi tilraun mælist vel fyrir.