Pokamerkin, félagsskírteini og inneignir í veitingasölunni

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Nú í vikunni ættu pokamerkin að fara að detta inn um lúguna hjá félagsmönnum.  Athugið að nauðsynlegt er að hver og einn hengi sitt pokamerki á golfpokann á sýnilegan stað því það auðveldar allt eftirlit.  Eins er gott ráð að hafa alltaf félagsskírteinið í golfpokanum, það er sama skírteini og verið hefur undanfarin ár.  Hafi það glatast má panta nýtt skírteini gegn kr. 1.000 greiðslu.

Fyrir nýja meðlimi, þið fáið bæði pokamerki og félagsskírteini.  Félagsskírteinin eiga að koma úr prentun í dag og verður sent til ykkar ásamt pokamerkjum um leið og það kemur í hús.  Einhver ykkar fá mögulega pokamerkið nú í vikunni fyrir mistök og þá verður skírteinið sent sérstaklega.

Inneign í veitingasölunni: Allir félagsmenn 20 ára og eldri og greiða fullt félagsgjald fá kr. 8.000 inneign í veitingasölunni í sumar.  Búið er að setja inneignina á hvern og einn í kassakerfið í veitingasölunni og því um að gera að nýta sér hana,