Skráning hafin í Byko vormótið

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Byko mótið verður haldið laugardaginn 7. maí og er 9 holu innanfélagsmót.  Veitt verða verðlaun fyrir fimm fyrstu sætin í punktakeppni, besta skor og nándarverðlaunum á par 3 brautum.

Hámarksforgjöf gefin er: 28

Verðlaun:

Besta skor: 25 þúsund króna gjafabréf í BYKO

Punktakeppni:

1. sæti: 25.000 gjafabréf í BYKO
2. sæti: 20.000 gjafabréf í BYKO
3. sæti: 15.000 gjafabréf í BYKO
4. sæti: 10.000 gjafabréf í BYKO
5. sæti: 5.000 gjafabréf í BYKO

Nándarverðlaun á par 3 brautum:

2. braut: 5.000 gjafabréf í BYKO
5. braut: 5.000 gjafabréf í BYKO

Rástímar frá kl. frá kl. 08.00.  Athugið að við gerum hlé á rástímum á milli kl. 10.10 og 11.30 vegna Neshlaupsins sem haldið er sama dag.  Þátttakendur í Neshlaupinu munu hlaupa í kringum golfvöllinn og biðlum við til þátttakenda Byko mótsins að sýna þeim tillitssemi og veita þeim forgang ef sú staða kemur upp.

Rástímum verður fjölgað miðað við þátttöku

Skráning hefst á golfbox sunnudeginum 1. maí og lýkur föstudaginn 6. maí kl. 15.00

Þátttökugjald kr. 2.500

Ef keppendur eru jafnir ráðast úrslit af síðustu 6 holum, síðan síðustu 3, þá síðustu holu og að lokum hlutkesti.

Mótanefnd