Síðasta púttmótið á sunnudag

Nesklúbburinn Almennt

Á sunnundaginn á milli kl. 11.00 og 13.00 verður síðasta púttmót vetrarins haldið í Laugardalshöllinni.  Í beinu framhaldi verður svo lokamótið, en þátttökurétt í það mót hafa þeir félagsmenn sem hafa endað í efstu þremur sætunum í einhverju af mótum vetrarins.  Nú þegar hafa 14 kylfingar tryggt sér þátttökurétt og er síðasti möguleikinn á að bætast í þann hóp á sunnudag.  Að miklu er að keppa en fyrir efstu þrjú sætin í lokamótinu verða veitt glæsileg verðlaun.

Mótanefnd.