Skráning hafin í ECCO mótið næstu helgi

Nesklúbburinn Almennt

Forkeppni ECCO bikarkeppninnar fer fram laugardaginn 14. maí.  Leikinn verður 18 holu höggleikur og komast 32 efstu kylfingarnir með forgjöf áfram í útsláttarkeppni þar sem keppt verður um bikarmeistaratitil Nesklúbbsins.  Einnig komast 16 efstu án forgjafar áfram úr forkeppninni í útsláttarkeppni og verður sigurvegari þeirrar keppni krýndur klúbbmeistari Nesklúbbsins í holukeppni.  Skráning er hafin í forkeppnina á golf.is

Mótanefnd