Þyrí og Nökkvi sigruðu í BYKO vormótinu

Nesklúbburinn Almennt

Fyrsta alvöru mót sumarsins, vormót BYKO, fór fram í ágætis veðri á Nesvellinum í dag.  Þátttaka var mjög góð en alls voru 85 félagsmenn skráðir í mótið.  Veitt voru verðlaun fyrir 5 efstu sætin í punktakeppni ásamt 1. sæti í höggleik án forgjafar og nándarverðlaunum á par 3 holum.  Fimm keppendur voru efstir og jafnir með 37 punkta og eftir útreikninga var það Þyrí Valdimarsdóttir sem hlaut fyrsta sætið.  Í höggleik sigraði Nökkvi Gunnarsson á 70 höggum.  Þrátt fyrir glæsilegt skor Nökkva var hann gríðarlega óheppinn á síðustu holunni þar sem hann sló upphafshögg sitt í „óséðan“ stein langt innan vallarmarka sem endurkastaði boltanum um það bil 50 metra til baka og út fyrir vallarmörk.  Þurfti Nökkvi því að taka víti og þ.a.l. annan bolta af teig og endaði holuna að lokum á 6 höggum.  Helstu úrslit urðu annars eftirfarandi:

Punktakeppni:

1. sæti – Þyrí Valdimarsdóttir, 37 punktar

2. sæti – Guðmundur Örn Árnason, 37 punktar

3. sæti – Jón Hjaltason, 37 punktar

4. sæti – Eggert Sighvatsson, 37 punktar

5. sæti – Nökkvi Gunnarsson, 37 punktar

Höggleikur án forgjafar: Nökkvi Gunnarsson, 70 högg.

Nándarverðlaun:

2./11. hola – Hörður Runólfur Harðarson, 1,53m frá holu.

5./14. hola – Þorsteinn Guðjónsson, 3,75m frá holu.

CSA var: +1