Úrslit í styrktarmótinu á Föstudaginn langa

Nesklúbburinn Almennt

Ágætis þátttaka var í styrktarmótinu á föstudag en veðurskilyrði settu vissulega strik í reikninginn í upphafi móts.  Leiknar voru 9 holur með fullri forgjöf og var fyrirkomulagið punktakeppni.  Úrslit urðu eftirfarandi:

1. sæti – Hinrik Þráinsson – 25 punktar

2. sæti – Jóhann Reynisson – 21 punktur

3. sæti – Valur Guðnason – 20 punktar

Verðlaun verður hægt að nálgast í veitingasölu frá og með 30. apríl.