Viltu læra að æfa þig í golfhermi?

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Golfhermarnir okkar á Nesvöllum bjóða upp á ótal möguleika til afþreyingar og golf æfinga. Í september býðst félögum Nesklúbbsins að kíkja við og fá stutta kennslu í því hvernig best er að æfa sig í golfhermunum endurgjaldslaust. Nökkvi golfkennari tekur vel á móti þeim sem þetta vilja þiggja á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum á milli 12 og 21 út september. Það þarf ekki að bóka, bara að mæta.

Bókin Vertu Þinn Eigin Golfkennari fylgir frítt með en hún er einstaklega hentug til leiðbeininga við æfingar í Trackman.