Glæsileg dagskrá á konukvöldinu

Nesklúbburinn Kvennastarf

Dagskráin fyrir konukvöldið sem haldið er á morgun, föstudaginn 18. mars í golfskálanum er að vanda glæsileg.  Anna Kristinsdóttir, félagi okkar í klúbbnum mun halda uppi stuðinu og sjá um veislustjórn.  Heiðar snyrtir kemur og skemmtir og þá mun kántrístjarnan og söngdýfan Selma Björnsdóttir koma og syngja nokkur lög úr villta vestrinu.  Stórglæsilegt veisluhlaðborð að hætti Kristjáns og þá verður happdrætti til styrktar kvennastarfi klúbbsins.

Kvöldið hefst klukkan 18.30 með fordrykk sem innifalinn er í verði

Enn eru örfá sæti laus – skráning í síma 898-7486 (Þuríður) eða 897-0078 (Guðrún).

Verð aðeins kr. 4.900

Kvennanefnd