Skálinn lokar á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Nú er golftímabilið úti senn á enda.  Golfskálinn lokar á laugardaginn, 28. september, og hvetjum við alla til að annaðhvort nýta inneignina sína í veitingasölunni fyrir þann tíma eða að gera upp skuld sína við veitingasöluna ef eitthvað stendur útaf. Völlurinn sjálfur verður opinn á meðan veðurastæður leyfa og munum við tilkynna það nánar þegar hann verður settur …

Bændaglíman á laugardaginn – skráningarfrestur að renna út

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, það eru ennþá laus sæti í Bændaglímunni.  Allar nánari upplýsingar og skráning má sjá með þvi að smella hér. Það er frábær veðurspá fyrir laugardaginn þannig að eigum nú góða stund saman á golfvellinum og klárum sumarið með skemmtilegu móti og svo yfir góðum kvöldverði. Skráningarfrestur til kl. 22.00 í kvöld. Mótanefnd

Bændaglíman og Meistaramótið í betri bolta – mót í mótinu

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Þá er það mótið sem allir hafa beðið eftir.  Bændaglíma Nesklúbbsins 2024 verður haldin laugardaginn 21. september.  Ekki nóg með það heldur ætlum við að skeyta saman Betri Bolta mótinu sem var frestað fyrr í sumar. Leikfyrirkomulag: Tveir spila saman (betri bolti) og verður pörunum svo skipt í tvö lið (bændaglíman) og munu keppendur reyna að safna stigi fyrir sitt lið.  …

Formannspistill – sumarið sem við bíðum enn eftir….

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Samkvæmt dagatalinu er komið að sumarlokum og haustið að taka við. Það má alveg spyrja sig hvort þetta sumar hafi nokkuð komið, alla vega hafa veðurguðirnir ekki verið í neinu spariskapi síðustu mánuði og varla man maður eftir eins miklu roki og hefur verið í sumar. Það hafa þó komið dagar á milli og þá hefur ásókn á …

Meistaramótinu í betri bolta frestað

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Meistaramótinu í betri bolta sem halda átti næstkomandi laugardag hefur verið frestað sökum slæmrar veðurspár.  Þeir sem greitt hafa þátttökugjald vinsamlegast sendið kvittunina sem þið fenguð við skráningu á netfangið haukur@nkgolf.is og greiðslan verður bakfærð. Virðingarfyllst, Mótanefnfd

Íslandsmót haldið á Nesvellinum um helgina

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Af gefnu tilefni vegna mikils uppgangs í barnastarfi klúbbsins sem vakið hefur athygli golfhreyfingarinnar sem og 60 ára afmælis Nesklúbbsins í ár leitaði Golfsamband Íslands til okkar um að halda Íslandsmót 14 ára og yngri nú um helgina.  Mótið verður haldið frá föstudegi til sunnudags og eru um 100 börn skráð til leiks.  Við vonum að félagsmenn sýni …

Glæsilegt vallarmet í OPNA COCA-COLA – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Opna COCA-COLA mótið fór fram um helgina.  Mótið sem er elsta opna golfmót var fyrst haldið 1961 og hefur verið haldið allar götur síðan.  Fyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf  og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Ólafur Marel Árnason gerði sér lítið og lék hringinn á …

Opna Coca-Cola verður á sunnudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Opna COCA – COLA mótið, elsta opna golfmót á Íslandi fer nú fram í 63. skiptið í ár á Nesvellinum sunnudaginn 11.ágúst . Rástímar eru frá kl. 08.00 – 10.00 og 13.00 – 15.00. Mótsfyrirkomulag: Höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf gefin: karlar: 28 (teigar 49) og Konur: 28 (teigar 44). VERÐLAUN: Höggleikur: 1. sæti:  40.000 kr. gjafabréf …

Dagbjartur sigraði Einvígið á Nesinu

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í frábæru veðri í dag.  Þetta var í 28. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Umhyggju, félags sem vinnur með hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra að leiðarljósi. Sigurvegari mótsins varð að lokum Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur eftir …

Einvígið á Nesinu fer fram á mánudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður haldið mánudaginn 5. ágúst, á Frídegi verslunarmanna. Mótið er haldið í samstarfi við ARION BANKA og er þetta í tuttugasta og áttunda skipti sem það fer fram. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins boðið til leiks og leika þeir að þessu sinni í þágu Umhyggju, félags sem vinnur að hag langveikra …