Gjaldskrá 2026

Vallargjöld

Vallargjöld (Green Fee) eru seld í veitingasölu í golfskálanum.

Vallargjöld eru einungis seld þeim kylfingum sem framvísa félags- og forgjafarskírteini golfklúbbs innan vébanda GSÍ, eða sambærilegu erlendu skírteini.

Snyrtilegur klæðnaður er áskilinn og vallargjöld eru ekki seld þeim sem klæðast gallabuxum.

Vallargjald fyrir 9 holu leik alla daga vikunnar er kr. 5.500.

Athugið að fyrir forbókun (meira en einn dag fram í tímann) á rástíma er innheimt sérstaklega kr. 1.000 fyrir hvern einstakling.

Vegna fjölda félaga í NK geta komið dagar þar sem ekki er um almenna sölu vallargjalda að ræða.

Keppnisgjöld 2026

Innanfélagsmót frá kr. 2.500.-
Opin mót frá kr. 3.500.-

Leiga

Golfsett: kr. 3.500.-
Kerra: kr. 1.500.-

 

 FÉLAGSGJÖLD 2026


Eins og áður verður innheimt í gegnum vefforritið Sportabler.  Það þurfa ALLIR að stofna sér aðgang þar sem vilja ráðstafa greiðslum sínum sjálfir.

Hér má sjá ítarlegar leiðbeiningar um Sportabler.

Félagsgjöld fyrir árið 2026

Félagsgjald 26 ára og eldri kr. 150.000 sem skiptist eftirfarandi:
* Framlag til rekstrar: kr. 128.600
* Aðildarfélagsgjald GSÍ: kr. 7.400
* Inneign í veitingasölu: kr.9.000
* Inneign á Nesvöllum: kr. 5.000 (ath. hver félagsmaður fær að andivirði 10.000 á Nesvöllum)
* Framkvæmdasjóður: kr. 0

Félagsgjald 67 ára og eldri kr. 127.400 sem skiptist eftirfarandi:
* Framlag til rekstrar: kr. 106.000
* Aðildarfélagsgjald GSÍ: kr. 7.400
* Inneign í veitingasölu: kr. 9.000
* Inneign á Nesvöllum: kr. 5.000 (ath. hver félagsmaður fær að andvirði kr. 10.000 á Nesvöllum
* Framkvæmdasjóður: kr. 0

Félagsgjald 16-25 ára kr. 93.400 sem skiptist eftirfarandi:
* Framlag til rekstrar: 86.000
* Aðildarfélagsgjald GSÍ: 7.400

Félagsgjald 15 ára og yngri kr. 62.5000
* Framlag til rekstrar: kr. 62.500
* Framkvæmdasjóður: kr.. 0

Allir nýir félagar sem ekki hafa verið í klúbbnum áður greiða inntökugjald.  Inntökugjald er 50% af félagsgjaldi.

Öll félagsgjöld miðast við almanaksár.

Samkvæmt samþykkt á aðalfundi félagsins 27. nóvember 2025 verður kr. 9.000 inneign í veitingasölu klúbbsins inni í félagsgjaldi allra félaga 26 ára og eldri og inneign á Nesvelli þar sem hver félagsmaður 26 ára og eldri greiðir kr. 5.000 sem jafngildir kr. 10.000 í inneign á Nesvelli.  Nýta þarf inneignina í veitingasölunni fyrir lokun veitingasölunnar ár hvert.  Inneignin á Nesvöllum gildir fyrir almanaksárið hverju sinni eða til 31. desember.  Verði inneignirnar ekki nýttar fyrir ofangreindar dagsetningar renna þær út.

Hægt verður að greiða félagsgjöld í gegnum Sportabler bæði með kreditkorti eða greiðsluseðlum í heimabanka.  Sé greitt með greiðsluseðli/um bætist við tilkynningar- og greiðslugjald, kr. 390 á hvern seðil.

Fyrir allar nánari upplýsingar skal senda töluvpóst á netfangið: nkgolf@nkgolf.is