Viðburðaríkar vikur í barna- og unglingastarfinu að baki

Nesklúbburinn Almennt

Í ágúst fóru fram Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri auk Íslandsmóts barna og unglinga í höggleik.  Nú í upphafi september mánaðar fór svo fram Íslandsmótið í holukeppni á Unglingamótaröðinni.   Við í NK sendum 4 lið til leiks í Íslandsmóti 12 ára og yngri sem er það mesta sem við höfum sent á Íslandsmót en keppt var í 5 …

Lokamót Nk kvenna – nokkur sæti laus

Nesklúbburinn Kvennastarf, Póstlistar konur

Það eru örfá sæti laus í Lokamót Nk kvenna á morgun þar sem við ætlum að slútta sumrinu saman með stæl.  Við erum því búnar að lengja skráningarfrestinn til kl. 22.00 í kvöld.  Allar upplýsingar um mótið og skráning er á golfbox eða með því að smella hér.

Þurfum ekki frekari hjálp í dag

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í gær óskuðum við eftir aðstoð félagsmanna við að hreinsa völlinn af miklu grjóti sem barst inn á hann í veðurofsanum.  Það stóð ekki á svörum frekar en fyrri daginn þegar óskað er eftir aðstoð frá okkar félagsmönnum í sjálfboðaliðastörf.  Í morgun mættu á þriðja tug félagsmanna, létu hendur standa fram úr ermum og kláruðu verkið.  Við þurfum því ekki …

Hjálp

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það gekk ansi mikið grjót yfir völlinn okkar í óveðrinu um helgina.   Verst var það á þriðju, fjórðu, og sjöundu braut og þarf að hreinsa það upp áður en það veldur viðvarandi skemmdum.  Við leitum því á náðir félagsmanna og biðjum alla þá sem vettlingum geta valdið um að leggja til hendur.  Við ætlum að skipta þessu í tvo hópa, …

Meistaramótinu í betri bolta – aftur frestað

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Betri bolti – mótinu hefur aftur verið frestað vegna veðurs – mótinu verður fundin ný dagsetning í september og það auglýst þegar þar að kemur BETRI BOLTI – INNANFÉLAGSMÓT  í samstarfi við Icelandair Cargo Mótið hefur verið fært til Laugardagsins 2. september vegna slæmrar veðurspár.   Leikfyrirkomulag: Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor …

Lokamót NK kvenna

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar konur

Jæja kæru NK-dömur, Nú er komið að Lokamótinu okkar þetta sumarið og ætlum við að klára sumarið með stæl. Mótið verður haldið þriðjudaginn 5. september og eru leikreglurnar eftirfarandi: Leikið er í tveimur forgjafarflokkum og miðað er við vallarforgjöf. ​Hámarksforgjöf gefin í mótinu er 42.  Hámarksforgjöfin hefur bara með útreikninginn til verðlauna að gera en að sjálfsögðu geta allar NK-konur …

Betri bolti – mótinu frestað um viku

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

BETRI BOLTI – INNANFÉLAGSMÓT  í samstarfi við Icelandair Cargo Mótið hefur verið fært til Laugardagsins 2. september vegna slæmrar veðurspár.   Leikfyrirkomulag: Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu, þetta er þó punktakeppni og þannig telja punktar þess sem fékk hærri punkta á holu. Hámarksforgjöf: 24 Teigar: Karlar leika af teigum …

OPNA COCA-COLA – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Opna COCA-COLA mótið fór fram um helgina.  Mótið sem er elsta opna golfmót var fyrst haldið 1961 og hefur verið haldið allar götur síðan.  Fyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf  og voru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í báðum flokkum ásamt nándarverðlaunum á par 3 brautum.  Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur án forgjafar: 1. sæti: Einar …

Íslandsmót 65+ úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Íslandsmót 65 ára og eldri fór fram í síðustu viku og sendi Nesklúbburinn lið í bæði karla og kvennaflokki.  Karlarnir léku í Öndverðarnesi og konurnar á Korpúlfsstaðavelli.  Í karlaflokki endaði hlaut sveit Nesklúbbsins silfurverðlaun annað árið í röð eftir að hafa unnið golfklúbb Suðurnesja í undanúrslitum en tapað svo fyrir golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitaleik. Skipan á liði Nesklúbbsins var eftirfarandi: …