Það var engu líkara en að verið væri að selja miða á stórviðburð í Hörpunni í gærkvöldi þegar skráningarfrestur í Meistaramótið var að renna út. Slíkt var álagið á Golfbox þegar skráningarnar hrönnuðust inn á lokametrunum og endaði það svo að nýtt met var slegið í Meistaramóti klúbbsins. Blessunarlega annaði Golfboxið öllu og eru nú 222 þátttakendur skráðir til leiks. …
Meistaramótið byrjað
Meistaramót Nesklúbbsins 2023 er farið af stað. Keppni hófst í barna- og unglingaflokkunum í dag og eru 37 krakkar sem taka þátt í ár. Haukur Thor Hauksson sló fyrsta höggið í mótinu í ár og mun hann Hjalti okkar að sjálfsögðu standa vaktina og ræsa út keppendur í meistaramótinu í ár. Við minnum á að skráningu fyrir mótið í fullorðinsflokkum …
Meistaramótið 2023 – lokadagur skráningar
Lokadagur til að skrá sig í Meistaramótið er í dag og lýkur skráningu kl. 22.00 í kvöld. Mjög góð þátttaka er komin í mótið og stefnir allt í glimrandi veislu og stemningu þar sem meira að segja veðurguðirnir stefna á að bjóða okkur upp á bjarta daga. Við hvetjum því alla sem ætla að taka þátt að skrá sig fyrir …
Formannspistill
Kæru félagar, Nú er meistaramótið á næsta leiti sem oft markar hápunkt sumarsins ár hvert. Sú sérstaka stemmning sem skapast í kring um mótið er einstök. Skráningu í mótið lýkur nú á miðvikudaginn og skora ég á alla sem sem eiga tök á, að vera með. Í meistaramótinu ganga keppendur í gegn um nánast allt sem upp getur komið á …
Meistaramótið 2023 – skráning
Nú eru aðeins tveir dagar í að skráningu lýkur í Meistaramótið 2023 og viljum við hvetja alla sem ætla að vera með að skrá sig. Skráningu lýkur formlega núna á miðvikudaginn, 28. júní kl. 22.00. Niðurröðun flokka og allar aðrar upplýsingar má sjá hér á heimasíðunni undir „mótaskrá“. Hægt er að skrá sig á Golfbox eða með því að smella …
Meistaramótið 2023 – skráning hafin
Í dag, þriðjudaginn 20. júní hefst skráning í fullorðinsflokkum fyrir 59. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 28. júní – 8. júlí. Skráning fer nú í fyrsta um sinn eingöngu fram í gegnum veraldarvefinn (Golfbox) eða á skrifstofu klúbbsins (sími 561-1930) á milli kl. 09.00 og 17.00. Þannig höfum við hvatt möppuna góðu með virtum enda hefur allt sinn tíma …
OPNA ICELANDAIR – úrslit
Opna ICELANDAIR mótið fór fram á Nesvellinum á laugardaginn. Það voru tæplega 200 þátttakendur skráðir í mótið sem er 9 holur og voru veitt verðulaun fyrir 3 efstu sætin í höggleik án forgjafar og í punktakeppni með forgjöf. Einnig var heill hellingur af aukaverðlaunum. Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur: 1. sæti: Haraldur Björnsson, NK – 32 högg 2. sæti: Magnús …
OPNA ICELANDAIR mótið sem haldið verður á Þjóðhátíðardeginum sjálfum 17. JÚNÍ eins og venjulega er eitt stærsta mótið sem haldið er á Nesvellinum ár hvert. Mótið er opið 9 holu mót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og þrjú efstu sætin í punktakeppni ásamt heilum hellingi af aukaverðlaunum. Hámarksforgjöf gefin í mótinu: 28 VERÐLAUN: Höggleikur: 1. …
Golfkennsla hjá Nesklúbbnum
Sumarið mun koma og þá er sko eins gott að vera tilbúin/n. Þarftu að fínpússa sveifluna eða er kannski bara allt í skrúfunni og þú þarft að koma þér aftur á sporið? Ef annaðhvort er, nú eða bara að þú vilt ná enn lengra í golfinu, þá starfa við golfkennslu hjá Nesklúbbnum tveir snillingar sem geta hjálpað þér. Þeir Guðmundur …
Einnarkylfukeppni kvenna – skráning hafin
Þriðjudaginn 13. júní verður Einnarkylfukeppni NK kvenna haldin þar sem leiknar verða 9 holur með einni kylfu og pútter. Stórskemmtilegt mót fyrir allar konur sem eru meðlimir í Nesklúbbnum þar sem dagskráin er eftirfarandi: Mæting er á milli 17.00 og 17.30 Ræst verður út á öllum teigum kl.18:00 og spilaðar 9 holur. Skráning hefst miðvikudaginn 8. júní kl. 09.00 og …