Golfbox

Golfsamband Íslands hefur nú gangsett nýtt tölvukerfi golfklúbbanna. Kerfið kallast GolfBox má sjá allar upplýsingar um kefið með því að smella hér.

Nýtt forgjafarkerfi, WHS, verið innleitt á Íslandi, samhliða gangsetningu GolfBox og má sjá allar upplýsingar um forgjafarkerfið með því að smella hér.

Mikilvægt er að allir kylfingar sem stofni sér aðgang að kerfinu og sýni því þolinmæði, því aðgangur að kerfinu er nauðsynlegur til þess að bæði bóka sér rástíma á öllum golfvöllum landsins, í mót og til að halda utan um forgjöfina.

Hvernig stofna ég aðgang inn á GolfBox?

  1. Ferð inn á www.golf.is.
  2. Smellir á Nýskráning efst í hægra horninu.
  3. Þá opnast vefsíða GolfBox
  4. Slærð inn kennitölu og eftirnafn þitt eins og það er skrifað með íslenskum stöfum.
  5. Smellir á Leita.
  6. Ef þú ert skráð(ur) sem virk(ur) félagi í golfklúbbi í kerfinu ertu látin(n) staðfesta að þetta sért þú og flyst þá yfir á Forsíðuna þína í GolfBox.
  7. Ef upplýsingar um þig birtast ekki við leit hefurðu samband við klúbbinn þinn.

Hvernig breyti ég notandanafni, lykilorði og netfangi?

Þú ferð í Forsíðan mín ofarlega vinstra megin á síðunni.

  1. Smellir á Breyta prófílnum.
  2. Neðarlega á síðunni smellir á Breyta notandanafni og aðgangsorði >.
  3. Slærð inn nýtt notandanafn og lykilorð.
  4. Slærð inn farsímanúmer og netfang.
  5. Smellir á Uppfæra >.

Hvernig nálgast ég Golfbox smáforritið (appið)?

1. Allar leiðbeiningar um appið má nálgast hér