Heil og sæl kæru félagar, Bændaglíman sem fram fór núna um síðastliðna helgi er öllu jöfnu síðasta mót sumarsins og um leið áminning um að haustið sé ekki langt undan. Ánægjulegt golfsumar er að baki þótt veðrið hefði vissulega mátt vera betra, alla vega á köflum. Samt sem áður hefur völlurinn verið í frábæru standi í sumar og eiga vallarstarfsmenn …
Veðurspáin orðin góð fyrir Bændaglímuna á laugardaginn – skráningu lýkur á morgun
Veðurguðirnir hafa heldur betur tekið við sér og er spáin fyrir laugardaginn orðin góð. Við ætlum því að framlengja skráningarfrestinn í Bændaglímuna til hádegis á morgun, föstudag og vonum að sem flestir séu tilbúnir í að kveðja sumarið með okkur í þessu skemmtilega móti. Bændur í ár verða þeir Þór Sigurgeirsson Bæjarstjóri og Þorsteinn Guðjónsson formaður Nesklúbbsins og því ljóst að þetta …
Tryggðu þér fastan tíma í golfhermi í vetur á Nesvöllum
Birtu er tekið að bregða og veturinn ekki langt undan. Kylfingar þurfa þó ekki að örvænta því golfið er nú orðið að heilsárs íþrótt með tilkomu okkar glæsilegu inniaðstöðu á Nesvöllum. Við eigum enn eitthvað af lausum tímum og nú er rétti tíminn til að tryggja sér fastan tíma í golfhermi í vetur á Nesvöllum. Sendið póst á nokkvi@nkgolf.is eða …
Bændaglíman á laugardaginn – kveðjum sumarið saman
Þá er það mótið sem allir hafa beðið eftir. Bændaglíma Nesklúbbsins 2022 verður haldin laugardaginn 24. september. Bændaglíman sem er svo sannarlega mót á léttu nótunum og til gamans gert er jafnframt lokamót hvers sumars. Því eru félagsmenn hvattir til þess að mæta og kveðja þetta frábæra golftímabil með stæl. Bændur í ár verða þeir Þór Sigurgeirsson Bæjarstjóri og Þorsteinn …
Viltu læra að æfa þig í golfhermi?
Golfhermarnir okkar á Nesvöllum bjóða upp á ótal möguleika til afþreyingar og golf æfinga. Í september býðst félögum Nesklúbbsins að kíkja við og fá stutta kennslu í því hvernig best er að æfa sig í golfhermunum endurgjaldslaust. Nökkvi golfkennari tekur vel á móti þeim sem þetta vilja þiggja á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum á milli 12 og 21 út september. …
Nesvellir opna 1. september – Gjafabréf og tilboð
Nesvellir hin glæsilega inniaðstaða Nesklúbbsins á Austurströnd opnar á ný eftir sumarlokun þann 1. september. Í tilefni þess er öllum klúbbfélögum Nesklúbbsins boðið að nýta meðfylgjandi gjafabréf til að prófa golfhermana okkar. Gjafabréfið gildir í eina klukkustund og þarf að nýtast í september. Hver félagi getur aðeins nýtt gjafabréfið einu sinni. Einnig býðst klúbbfélögum mánaðaráskrift (að hámarki 10 klukkustundum) að …
Nesvellir opna 1. september – Gjafabréf og tilboð
Nesvellir hin glæsilega inniaðstaða Nesklúbbsins á Austurströnd opnar á ný eftir sumarlokun þann 1. september. Í tilefni þess er öllum klúbbfélögum Nesklúbbsins boðið að nýta meðfylgjandi gjafabréf til að prófa golfhermana okkar. Gjafabréfið gildir í eina klukkustund og þarf að nýtast í september. Hver félagi getur aðeins nýtt gjafabréfið einu sinni. Einnig býðst klúbbfélögum mánaðaráskrift (að hámarki 10 klukkustundum) að …
Nesvellir opna 1. september – Gjafabréf og tilboð
Nesvellir hin glæsilega inniaðstaða Nesklúbbsins á Austurströnd opnar á ný eftir sumarlokun þann 1. september. Í tilefni þess er öllum klúbbfélögum Nesklúbbsins boðið að nýta meðfylgjandi gjafabréf til að prófa golfhermana okkar. Gjafabréfið gildir í eina klukkustund og þarf að nýtast í september. Hver félagi getur aðeins nýtt gjafabréfið einu sinni. Einnig býðst klúbbfélögum mánaðaráskrift (að hámarki 10 klukkustundum) að …
Firmakeppni Nesklúbbsins á laugardaginn – tökum höndum saman
Laugardaginn 27. ágúst fer hin stórskemmtilega Firmakeppni Nesklúbbsins fram á Nesvellinum. Firmakeppnin er árlegt mót sem er haldið á vegum Nesklúbbsins og er ákaflega mikilvægur hlekkur í fjáröflun klúbbsins. Leiknar verða 9 holur eftir Greensome fyrirkomulagi þar sem tveir leika saman í liði og verður ræst út frá kl. 09.00. Heimilt er að leika tvo hringi (18 holur), gegn tvöföldu …
9 holu mót á morgun
Á morgun, laugardag verður slegið í 9 holu mót fyrir þá sem vilja. Það eina sem þarf að gera er að skrá sig á þar til gert blað í kassanum sem staðsettur er við veitingasöluna, setja kr. 1.000 þátttökugjald í umslagið í kassanum og svo bara hefja leik. Eftir hring skal skorkortinu skilað í kassann, undirrituðu bæði af leikmanni og …