Vetrarnámskeið hjá Magnúsi Mána á Nesvöllum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Magnús Máni Kjærnested býður upp á vetrarnámskeið í okkar frábæru inniaðstöðu á Nesvöllum sem hefjast strax eftir áramótin. Um er að ræða alhliða golfnámskeið sem hentar vel kylfingum á öllum getustigum. Tilvalið fyrir hjón eða vinahópa. Námskeiðið er einu sinni í viku og stendur yfir í 8 vikur. Að hámarki geta verið 4 kylfingar í hverjum hópi. Tímasetningar í boði …

Skráum okkur á rástíma

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagsmenn, Veðurblíðan virðist engan enda ætla að taka og á meðan ekki frystir svo um munar viljum við leyfa þeim fjölmörgu félagsmönnum sem enn eru að mæta út á völl að spila inn á sumarflatir.  Það eru þó þrjú skilyrði sem verður að fylgja. Gerum við boltaför á flötunum.  Nú reynir á að taka höndum saman og það snýst …

Aðalfundur Nesklúbbsins 2022

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

FUNDARBOÐ Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins 2022 Aðalfundur Golfklúbbs Ness – Nesklúbbsins verður haldinn í Hátíðarsal Gróttu, Suðurströnd 8, þriðjudaginn 29. nóvember kl. 19.30. Dagskrá: Fundarsetning Kjör fundarstjóra og fundarritara Lögð fram skýrsla formanns Lagðir fram endurskoðaðir reikningar Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.  Reikningar bornir undir atkvæði. Lagðar fram tillögur um breytingar á lögum félagsins ef um er að …

Aðalfundur 2022 – framboð til stjórnar

Nesklúbburinn Almennt

Stjórn Nesklúbbsins – Golfklúbbs Ness boðar hér með  til aðalfundar vegna starfsársins 1. nóvember 20223 til 31. október 2023.  Aðalfundurinn verður haldin .28. nóvember 2043 í Hátíðarsal Gróttu á efri hæð íþróttahússins á Suðurströnd 8, Seltjarnarnesi og hefst kl. 19:30.tjórn Nesklúbbsins – Golfklúbbs Ness boðar hér með til aðalfundar vegna starfsársins 5. nóvember 2024 .  Aðalfundurinn verður haldinn fimmtudaginn 28. …

Mótaskrá Nesvalla

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það verður mikið um að vera í inniaðstöðunni á Nesvöllum í vetur og enn er hægt að tryggja sér fastan tíma fyrir veturinn. Til þess að bóka fastan tíma er best að senda tölvupóst á Nökkva golfkennara, nokkvi@nkgolf.is en einnig er hægt að hringja í síma 561-1910. Opnunartímar inniaðstöðunnar í vetur: Allir virkir dagar: 10 til 14 og 17 til …

Birkir Már ráðinn nýr vallarstjóri

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Birkir Már Birgisson var á dögunum ráðinn nýr vallarstjóri hjá Nesklúbbnum.  Birkir Már útskrifaðist frá Elmwood College í Skotlandi árið 2000 þar sem hann nam grasvallarfræðin.  Hann er hokinn af reynslu í  umsjá golfvalla hér á landi og kemur til okkar frá Kiðjabergi þar sem hann hefur verið Framkvæmda- og vallarstjóri undanfarin þrjú ár við góðan orðstír.   Þar áður hefur …

Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Heil og sæl kæru félagar, Bændaglíman sem fram fór núna um síðastliðna helgi er öllu jöfnu síðasta mót sumarsins og um leið áminning um að haustið sé ekki langt undan. Ánægjulegt golfsumar er að baki þótt veðrið hefði vissulega mátt vera betra, alla vega á köflum. Samt sem áður hefur völlurinn verið í frábæru standi í sumar og eiga vallarstarfsmenn …

Veðurspáin orðin góð fyrir Bændaglímuna á laugardaginn – skráningu lýkur á morgun

Nesklúbburinn Póstlistar allir

Veðurguðirnir hafa heldur betur tekið við sér og er spáin fyrir laugardaginn orðin góð.  Við ætlum því að framlengja skráningarfrestinn í Bændaglímuna til hádegis á morgun, föstudag og vonum að sem flestir séu tilbúnir í að kveðja sumarið með okkur í þessu skemmtilega móti. Bændur í ár verða þeir Þór Sigurgeirsson Bæjarstjóri og Þorsteinn Guðjónsson formaður Nesklúbbsins og því ljóst að þetta …

Tryggðu þér fastan tíma í golfhermi í vetur á Nesvöllum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Birtu er tekið að bregða og veturinn ekki langt undan. Kylfingar þurfa þó ekki að örvænta því golfið er nú orðið að heilsárs íþrótt með tilkomu okkar glæsilegu inniaðstöðu á Nesvöllum. Við eigum enn eitthvað af lausum tímum og nú er rétti tíminn til að tryggja sér fastan tíma í golfhermi í vetur á Nesvöllum. Sendið póst á nokkvi@nkgolf.is eða …

Bændaglíman á laugardaginn – kveðjum sumarið saman

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Þá er það mótið sem allir hafa beðið eftir.  Bændaglíma Nesklúbbsins 2022 verður haldin laugardaginn 24. september.  Bændaglíman sem er svo sannarlega mót á léttu nótunum og til gamans gert er jafnframt lokamót hvers sumars.  Því eru félagsmenn hvattir til þess að mæta og kveðja þetta frábæra golftímabil með stæl. Bændur í ár verða þeir Þór Sigurgeirsson Bæjarstjóri og Þorsteinn …