Meistaramót NK í betri bolta – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Í gær fór fram fyrsta Meistaramót NK í betri bolta. Fullt var í mótið en 28 lið tóku þátt. Ræst var út á öllum teigum kl. 10 í ágætis veðri. Á hringnum fengu keppendur að spreyta sig í öllu mögulegu veðri en heilt yfir voru veðurguðirnir bara skaplegir. Eftir mót, gæddu keppendur sér svo á súpu og brauði yfir verðlaunaafhendingu …

Bændaglíman 2023

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Þá er það mótið sem allir hafa beðið eftir.  Bændaglíma Nesklúbbsins 2023 verður haldin laugardaginn 23. september.  Bændaglíman sem er svo sannarlega mót á léttu nótunum og til gamans gert er jafnframt lokamót hvers sumars.  Því eru félagsmenn hvattir til þess að mæta og kveðja þetta frábæra golftímabil með stæl. Bændur verða: Tilkynnt síðar Dagskrá: Mæting kl. 13.00 og ræst …

Draumahöggið á morgun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Skemmtilegasta golfmót ársins verður haldið á Nesvellinum laugardaginn 9. sept klukkan 09:00. Mótið er aðeins eitt högg á par þrjú holu nr. 2 á Nesinu. Mercedes Benz EQB rafmagnsbíll að verðmæti 7.990.000 kr. fær sá að eiga sem fer holu í höggi. Sá sem fer næstur holu hlýtur gjafakort frá Icelandair og svo verða ýmis verðlaun frá Öskju og Verði …

Viðburðaríkar vikur í barna- og unglingastarfinu að baki

Nesklúbburinn Almennt

Í ágúst fóru fram Íslandsmót golfklúbba 12 ára og yngri auk Íslandsmóts barna og unglinga í höggleik.  Nú í upphafi september mánaðar fór svo fram Íslandsmótið í holukeppni á Unglingamótaröðinni.   Við í NK sendum 4 lið til leiks í Íslandsmóti 12 ára og yngri sem er það mesta sem við höfum sent á Íslandsmót en keppt var í 5 …

Lokamót Nk kvenna – nokkur sæti laus

Nesklúbburinn Kvennastarf, Póstlistar konur

Það eru örfá sæti laus í Lokamót Nk kvenna á morgun þar sem við ætlum að slútta sumrinu saman með stæl.  Við erum því búnar að lengja skráningarfrestinn til kl. 22.00 í kvöld.  Allar upplýsingar um mótið og skráning er á golfbox eða með því að smella hér.

Þurfum ekki frekari hjálp í dag

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í gær óskuðum við eftir aðstoð félagsmanna við að hreinsa völlinn af miklu grjóti sem barst inn á hann í veðurofsanum.  Það stóð ekki á svörum frekar en fyrri daginn þegar óskað er eftir aðstoð frá okkar félagsmönnum í sjálfboðaliðastörf.  Í morgun mættu á þriðja tug félagsmanna, létu hendur standa fram úr ermum og kláruðu verkið.  Við þurfum því ekki …

Hjálp

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Það gekk ansi mikið grjót yfir völlinn okkar í óveðrinu um helgina.   Verst var það á þriðju, fjórðu, og sjöundu braut og þarf að hreinsa það upp áður en það veldur viðvarandi skemmdum.  Við leitum því á náðir félagsmanna og biðjum alla þá sem vettlingum geta valdið um að leggja til hendur.  Við ætlum að skipta þessu í tvo hópa, …

Meistaramótinu í betri bolta – aftur frestað

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Betri bolti – mótinu hefur aftur verið frestað vegna veðurs – mótinu verður fundin ný dagsetning í september og það auglýst þegar þar að kemur BETRI BOLTI – INNANFÉLAGSMÓT  í samstarfi við Icelandair Cargo Mótið hefur verið fært til Laugardagsins 2. september vegna slæmrar veðurspár.   Leikfyrirkomulag: Tveggja manna Betri Bolti með forgjöf. Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor …

Lokamót NK kvenna

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar konur

Jæja kæru NK-dömur, Nú er komið að Lokamótinu okkar þetta sumarið og ætlum við að klára sumarið með stæl. Mótið verður haldið þriðjudaginn 5. september og eru leikreglurnar eftirfarandi: Leikið er í tveimur forgjafarflokkum og miðað er við vallarforgjöf. ​Hámarksforgjöf gefin í mótinu er 42.  Hámarksforgjöfin hefur bara með útreikninginn til verðlauna að gera en að sjálfsögðu geta allar NK-konur …