Keppni í ECCO holukeppnunum, þ.e. Bikarmeistari Nesklúbbsins 2022 og Klúbbmeistari Nesklúbbsins í holukeppni 2022 lauk í gær. Eins og áður hefur komið fram var leikið eftir nýju fyrirkomulagi í ár þar sem að allir leikir í holukeppninni höfðu fastan leikdag. Veitt var þó heimild til þess að leika fyrir settan leikdag og eftir settan rástíma á leikdegi að því gefnu …
Einnarkylfukeppni NK kvenna
Þriðjudaginn 7. júní verður Einnarkylfukeppni NK kvenna haldin þar sem leiknar verða 9 holur með einni kylfu og pútter. Stórskemmtilegt mót fyrir allar konur sem eru meðlimir í Nesklúbbnum þar sem dagskráin er eftirfarandi: Mæting er kl.17:00 Ræst verður út á öllum teigum kl.17:50 og spilaðar 9 holur. Skráning hefst fimmtudaginn 2. júní kl. 09.00 og lýkur á miðnætti mánudaginn …
OPNA NESSKIP – skráning hafin
Mánudaginn 6. júní, verður haldið opið 18 holu mót á Nesvellinum þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP. Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Mótið er opið öllum kylfingum. …
Frábær þátttaka á Áskorendamótaröðinni í dag
Fyrsta mótið á Áskorendamótaröð GSÍ var haldið á Nesvellinum í dag. Mótið sem er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir unga kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í mótaþátttöku heppnaðist afar vel við glimrandi góðar aðstæður. Leikið var í 4 aldursflokkum fyrir bæði kyn og voru 62 kylfingar skráðir til leiks úr 8 golfklúbbum, þar af voru flest börnin …
ECCO holukeppnirnar halda áfram á morgun
Eins og fram hefur komið eru nú bæði ECCO bikarkeppnin og Klúbbmeistari í holukeppni leikið eftir nýju fyrirkomulagi. Þannig eru nú allir leikirnir í útsláttarkeppnunum leiknir á fyrirfram ákveðnum dögum. þetta hefur mælst vel fyrir hjá þátttakendum og skapar bæði meiri stemningu og allir vita hvenær þeir eiga næsta leik. Nú er fyrstu umferðunum lokið í báðum keppnum. Leikar munu …
Holukeppni NK kvenna – skráningu lýkur á morgun
Kæru NK konur Nú lýkur skráningu í nýja viðburðinn okkar í sumar – holukeppni NK kvenna. það eru nokkur sæti laus og hvetjum við þær sem ekki eru skráðar að gera það, því þetta er til gamans gert og við lærum allar helling á þessu. Hér fyrir neðan eru nánari upplýsingar um mótið – svo skráið þið ykkur á golf.is …
Formannspistill
Kæru félagar, Efni þessa pistils snýst að þessu sinni meira og minna um völlinn okkar. Ég vil byrja á því að þakka fyrir mikinn áhuga og góðar umræður á kynningarfundinum vegna breytinganna á vellinum sem haldinn var um daginn. Þeir sem misstu af kynningunni geta horft á hana í gegnum facebook síðu klúbbsins eða með því að smella hér. Hún …
Úrslit í ECCO mótinu í dag
ECCO mótið fór fram á Nesvellinum í dag. Það voru 104 þátttakendur skráðir til leiks og komust færri að en vildu. Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi: Höggleikur: 1. sæti: Kjartan Óskar Guðmundsson – 71 högg 2. sæti: Heiðar Steinn Gíslason – 72 högg 3. sæti: Gauti Grétarsson – 73 högg Punktakeppni: 1. sæti: Benedikt Blöndal Sveinsson – 52 punktar 2. …
Holukeppni NK kvenna – frábær viðbót við kvennastarfið
Kæru NK konur Í sumar ætlum við að bæta í kvennastarfið og bjóða upp á holukeppni NK kvenna. Flestar erum við vanar að spila alltaf eftir punktafyrirkomulagi eða höggleik. Okkur finnst tilvalið að gera starfið fjölbreyttara og um leið vonandi skemmtilgegra með þessari viðbót. Við viljum þannig kynna fyrir þeim sem ekki þekkja þetta skemmtilega fyrirkomulag og má til gamans …
Nokkur sæti laus á kvennanámskeið sem hefst í næstu viku
Nokkur laus sæti á eitt kvennanámskeið sem hefst í næstu viku. Námskeiðið er samtals 10 klukkustundir á æfingasvæði Nesklúbbsins eða á Nesvöllum ef illa viðrar. 8 nemendur og 2 kennarar eru á hverju námskeiði. Innifalið í gjaldi er kennslan, æfingaboltar, bækurnar GæðaGolf og Vertu Þinn eigin Golfkennari. Verð á námskeið er 49.000.- kr Kennarar eru Helga Kristín Einarsdóttir og …