Meistaramótið 2023 – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Í dag, þriðjudaginn 20. júní hefst skráning í fullorðinsflokkum fyrir 59. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 28. júní – 8. júlí.  Skráning fer nú í fyrsta um sinn eingöngu fram í gegnum veraldarvefinn (Golfbox) eða á skrifstofu klúbbsins (sími 561-1930) á milli kl. 09.00 og 17.00.  Þannig höfum við hvatt möppuna góðu með virtum enda hefur allt sinn tíma …

OPNA ICELANDAIR – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Opna ICELANDAIR mótið fór fram á Nesvellinum á laugardaginn.  Það voru tæplega 200 þátttakendur skráðir í mótið sem er 9 holur og voru veitt verðulaun fyrir 3 efstu sætin í höggleik án forgjafar og í punktakeppni með forgjöf.  Einnig var heill hellingur af aukaverðlaunum.  Helstu úrslit urðu eftirfarandi: Höggleikur: 1. sæti: Haraldur Björnsson, NK – 32 högg 2. sæti: Magnús …

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

OPNA ICELANDAIR mótið sem haldið verður á Þjóðhátíðardeginum sjálfum 17. JÚNÍ eins og venjulega er eitt stærsta mótið sem haldið er á Nesvellinum ár hvert.   Mótið er opið 9 holu mót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og þrjú efstu sætin í punktakeppni ásamt heilum hellingi af aukaverðlaunum. Hámarksforgjöf gefin í mótinu: 28 VERÐLAUN: Höggleikur: 1. …

Golfkennsla hjá Nesklúbbnum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Sumarið mun koma og þá er sko eins gott að vera tilbúin/n.  Þarftu að fínpússa sveifluna eða er kannski bara allt í skrúfunni og þú þarft að koma þér aftur á sporið?  Ef annaðhvort er, nú eða bara að þú vilt ná enn lengra í golfinu, þá starfa við golfkennslu hjá Nesklúbbnum tveir snillingar sem geta hjálpað þér.  Þeir Guðmundur …

Einnarkylfukeppni kvenna – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar konur

Þriðjudaginn 13. júní verður Einnarkylfukeppni NK kvenna haldin þar sem leiknar verða 9 holur með einni kylfu og pútter. Stórskemmtilegt mót fyrir allar konur sem eru meðlimir í Nesklúbbnum þar sem dagskráin er eftirfarandi: Mæting er á milli 17.00 og 17.30 Ræst verður út á öllum teigum kl.18:00 og spilaðar 9 holur. Skráning hefst miðvikudaginn 8. júní kl. 09.00 og …

NTC hjóna- og parakeppnin á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt

Hið stórglæsilega NTC hjóna- og parakeppni fer fram laugardaginn 10. júní.  Uppselt er í mótið en hægt að skrá sig á biðlista á skrifstofu klúbbsins í síma: 561-1930. Hjóna- og parakeppnin er í styrkt af NTC og er innanfélagsmót þar sem karlmaður og kvennmaður (ath 20 ára aldurstakmark) leika saman í liði samkvæmt eftirfarandi leikfyrirkomulagi: Fyrri 9 holurnar verður leikinn …

Opna Nesskip – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

OPNA NESSKIP mótið fór fram á Nesvellinum um helgina.  Mótið var 18 holur þar sem leikið var eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum.  Allur ágóði af mótinu rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi: …

OPNA NESSKIP – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

laugardaginn 3. júní, verður haldið opið 18 holu mót á Nesvellinum þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP. Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Mótið er opið öllum kylfingum. …

ECCO holukeppnirnar – niðurröðun og leikdagar

Nesklúbburinn Almennt

Nú liggur niðurröðun fyrir í bæði ECCO bikarmeistaranum (sjá hér) og ECCO klúbbeistaranum í holukeppni (sjá hér) Leikið verður eftir sama fyrirkomulagi og í fyrra, þ.e. að það eru fastir leikdagar fyrir hverja umferð.   Heimilt er að klára leikinn fyrir nefndar dagsetningar komi leikmenn sér saman um það, annars ráða fyrirfram ákveðnar dags- og tímasetningar. Leikdagar eru eftirfarandi: 22. maí …

Úrslit í ECCO mótinu í gær

Nesklúbburinn Almennt

ECCO mótið fór fram á Nesvellinum í gær.  Það voru 96 þátttakendur skráðir til leiks og urðu úrslit í mótinu eftirfarandi: Höggleikur: 1. sæti: Nökkvi Gunnarsson  – 71 högg 2. sæti: Orri Snær Jónnsson – 75 högg 3. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson – 75 högg Punktakeppni: 1. sæti:  Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir – 42 punktar 2. sæti:  Bragi Þór Sigurðsson – …