Vegna viðgerða á vegum Veitna verður rafmagnslaust í golfskálanum á milli kl. 09.00 og 15.00 á morgun, föstudaginn 12.ágúst. Afgreiðsla verður þ.a.l. eðlilega af skornum skammti á þessu tímabili en við gerum okkar besta. Veitingasalan
Völlurinn opnar seinnipartinn í dag
Sveitakeppni kvenna í flokki 65 ára og eldri mun ljúka fyrr en ætlað var í dag. Völlurinn verður því opnaður fyrir félagsmenn um leið og við sjáum hvernig leikar þróast í úrslitunum á eftir – en gera má ráð fyrir að það verði opnað fyrir rástíma frá u.þ.b. 16.00 – 17.00. þannig að fylgist með á Golfbox eftir hádegi ef …
Skráning hafin í OPNA COCA COLA
Opna COCA – COLA mótið, elsta opna golfmót á Íslandi fer nú fram í 61. skiptið í ár á Nesvellinum sunnudaginn 16.ágúst . Rástímar eru frá kl. 08.00 – 10.00 og 13.00 – 15.00. Mótsfyrirkomulag: Höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Hámarksforgjöf gefin: karlar: 28 (teigar 53) og Konur: 28 (teigar 47). VERÐLAUN: Höggleikur: 1. sæti: 40.000 kr. gjafabréf …
Einvígið á Nesinu sýnt í kvöld og myndir frá Nærmynd
Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu sem haldið var í samstarfi við sjóðastýringafélagið STEFNI verður sýnt á sjónvarpi Símans kl. 20.15 í kvöld (sjá trailer með því að smella hér) – hvetjum alla til að horfa á þennan skemmtilega þátt þar sem heimamaðurinn Bjarni Þór Lúðvíksson fór á kostum. Einnig er hann Guðmundur KR. félagsmaður og eigandi ljósmyndastofunnar NÆRMYND …
Bjarni Þór sigraði Einvígið á Nesinu 2022
Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í heldur vindasömu veðri í dag. Þetta var í 26. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Einstökum Börnum sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Sigurvegari mótsins varð að lokum Bjarni Þór Lúðvíksson úr …
NK golfferð til Alicante Golf á Spáni
NK golfferð til Alicante Golf á Spáni í samstarfi við Okkar ferðir, 14 – 24 april 2023 Alicante golf þarf vart að kynna fyrir Nesklúbbsmeðlimum. Um árabil hafa fjölmargir Íslendingar lagt leið sína til Alicante golf og spilað golf á þessum frábæra velli. Staðsetningin er sérlega góð, aðeins 20 mín frá flugvelli, Eiðistorgið í bakgarðinum og stutt í miðbæ Alicante. …
Einvígið á Nesinu verður haldið á mánudaginn
Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 26. sinn. Mótið sem haldið er í samstarfi við STEFNI hf., verður eins og áður á frídegi verslunarmanna, nú mánudaginn 1. ágúst. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er …
Allt opið á laugardaginn
Mótinu sem átti að vera á laugardagsmorgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Það er því búið að opna fyrir skráningu á alla rástíma fyrir ykkur félagsmenn þennan sólríka laugardag – fyrstur kemur, fyrstur fær. Nefndin
Skráning í Öldungabikarinn hefst í dag
Öldungabikarinn er stórskemmtilegt mót fyrir eldri kylfinga Nesklúbbsins, karla og konur. Leikið verður eftir holukeppnisfyrirkomulagi án forgjafar. Leiknir verða 6 níu holu hringir, tveir á dag. Keppendur raðast samkvæmt Monrad kerfi (sjá nánar reglugerð með því að smella hér). Leikdagar eru 19., 20. og 21. júlí, ræst út frá kl. 17.00 alla daga. Allar konur og karlar í Nesklúbbnum sem …
Aðstoð við Meistaramótið og vélar
Kæru félagsmenn, Eins og undanfarin ár leggjum við mikinn metnað í að gera upplifun keppenda í meistaramótinu eins mikinn og mögulegt er. Verkefnin eru mörg og það þarf margar hendur til að allt gangi upp. Nú stendur svo á að 0kkur vantar hendur til að aðstoða við umgjörðina, aðallega við að taka niður skor eftir 9 holur, yfirfara skorkort og …