OPNA NESSKIP – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

laugardaginn 3. júní, verður haldið opið 18 holu mót á Nesvellinum þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP. Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Mótið er opið öllum kylfingum. …

Skráning á golfleikjanámskeið Nesklúbbsins sumarið 2023 er í fullum gangi

Nesklúbburinn Póstlistar allir

Við verðum með 9 vikulöng golfleikjanámskeið í sumar og eru námskeiðin hugsuð fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Það fylltist hratt á nokkur námskeiðanna og höfum við bætt við nokkrum aukaplássum  þannig að enn er hægt að skrá á þau námskeið en mun líklegast  fyllast hratt. Hægt er að lesa nánar um námskeiðin á heimasíðu Nesklúbbsins undir barna- og unglingastarf …

Frábær mæting á hreinsunardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Síðastliðinn laugardag héldum við hinn árlega hreinsunardag sem jafnan er upphafið á sumartímabilinu hjá klúbbnum.  Það voru yfir 100 manns sem komu og unnu hin ýmsu verk til að gera völlinn okkar og nærumhverfi hans betra og fallegra fyrir sumarið….. sem reyndar ætlar að koma seint þetta árið.  Ómetanlegt með eindæmum og enn og aftur sýnir hvað við erum rík …

Staðfesting á rástíma

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Eins og fram kom í síðasa formannspistli ætlum við að taka höndum saman og fara að bera meiri virðingu fyrir rástímum á vellinum.  Það felur meðal annars í sér að staðfesta okkur á rástíma.  Einfaldast er að gera það með því að fara inn í appið og bera símann upp að QR-kóðanum sem blasir við á skjánum sem staðsettur er …

Skráning hafin í ECCO bikarkeppnina

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Forkeppnin í ECCO bikarkeppnina fer fram fimmtudaginn 18. maí.  Mótið er eins og venjulega „sjálfsstætt“ mót eins og kemur fram í lýsingunni á Golfbox þar sem veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og punktakeppni.   Skráning og allar nánari upplýsingar má sjá á Golfbox eða með því að smella hér. Mótanefnd

Spennan er gríðarleg – Hreinsunardagurinn verður á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Jæja kæru félagar, nú er þetta að gerast.   Krían kom í fyrradag og hinn árlegi hreinsunardagur Nesklúbbsins sem jafnan merkir upphafið á tímabilinu hjá okkur verður næstkomandi laugardag, 13. maí  Eins og undanfarin ár hefur þessi dagur verið klúbbnum afar mikilvægur enda dugmiklir félagar mætt og málað, tyrft, hreinsað rusl af vellinum og margt fleira. Fyrir liggja núna fjölmörg verkefni …

Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Nú er loks farið að vora og þá styttist biðin í að komast út að spila golf inn á sumarflatir. Margir hafa linað þjáningarnar í vetur og haldið sveiflunni vel við í inniaðstöðunni okkar á Nesvöllum. Það hefur verið gaman að sjá hvað inniaðstaðan okkar hefur verið vel sótt í vetur. Yfir 130 krakkar hafa stundað golfþjálfun í …

Nesvellir loka fyrir sumarið og æfingasvæðið opnar

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagsmenn, Nesvellir, inniaðstaða klúbbsins mun nú loka frá og með morgundeginum, 1. maí.  Æfingar barna- og unglinga munu þó halda þar áfram fram að skólalokum. Æfingasvæði klúbbsins úti á golfvelli verður opnað við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 2. maí kl. 14.00 þegar boltavélin verður sett í gang. Við minnum svo á Hreinsunardaginn sem haldinn verður laugardaginn 6. maí og hvetjum …

Tvö sæti laus í golferð Nesklúbbsins til Villaitana 14.-24. apríl

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Vegna forfalla þá losnuðu tvö sæti í vorferðina til Villaitana á Spáni í samstarfi við Okkar Ferðir og Golfskálann, 14 – 24 april 2023. Ef þið hafið áhuga á að fara með þá gildir eins og áður fyrstur kemur fyrstur fær. Email þarf að senda á info@okkarferðir.is og þarf að berast fyrir hádegi 3. mars. Villaitana þarf vart að kynna …

Trackman Meistaramót Nesklúbbsins

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Trackman Meistaramót Nesklúbbsins í golfhermum fer fram á Nesvöllum frá 20. febrúar til 20. apríl. Keppt er í flokkum karla og kvenna með og án forgjafar. Notast er við Golfbox forgjöf. Leiknir eru þrír hringir á tímabilinu sem allir telja. Spila má hringina hvenær sem er á tímabilnu. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin í öllum flokkum. Allir hringir …