Eins og allir vita er fuglalíf afar blómlegt á og við Nesvöllinn. Margæsin sem heimsækir okkur á leið sinni frá Írlandi til Kanada kom óvenju snemma þetta árið, eða fyrir miðjan apríl. Það verður fróðlegt að sjá hvort það muni hafa áhrif á brottfarartíma hennar sem er öllu jafna 25.-27. maí. Krían, okkar aðalsmerki, kom í síðustu viku og fer …
Úrslit í Byko mótinu
Það var góð þátttaka í Byko mótinu í gær og aðstæður góðar þó vissulega hefði hitastigið mátt vera aðeins hærra. Leikið var eftir punktafyrirkomulagi, og þá voru líka veitt verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun. Helstu úrslit í mótinu urðu eftirfarandi: Punktakeppni: 1. sæti: Birgir Örn Arnarsson – 24 punktar 2. sæti: Pétur Orri Þórðarson – 23 punktar 3. sæti: …
Skráning hafin í ECCO bikarkeppnina
Forkeppnin í ECCO bikarkeppnina fer fram laugardaginn 14. maí. Mótið er eins og venjulega „sjálfsstætt“ mót eins og kemur fram í lýsingunni á Golfbox þar sem veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og punktakeppni. Skráning og allar nánari upplýsingar má sjá á Golfbox eða með því að smella hér. Mótanefnd
Staðreyndir um Nesklúbbinn
Kæru félagar, Eftir að hafa fylgst með áherslum þeirra flokka sem í framboði eru í komandi bæjarstjórnarkosningum fannst okkur tilvalið að senda þeim nokkrar staðreyndir um Nesklúbbinn. Klúbburinn stendur framarlega og tikkar í ansi mörg box sem flokkarnir setja á oddinn í sýnum málefnaflokkum. Við teljum klúbbinn því geta lagt sitt af mörkum á mörgum sviðum við að gera bæjarfélagið …
Frábær hreinsunardagur að baki
Síðastliðinn laugardag héldum við hinn árlega hreinsunardag sem jafnan er upphafið á sumartímabilinu hjá klúbbnum. Það voru í kringum 80 manns sem komu og unnu hin ýmsu verk til að gera völlinn okkar og nærumhverfi hans betra og fallegra fyrir sumarið. Ómetanlegt með eindæmum og enn og aftur sýnir hvað við erum rík af ósérhlífnum sjálfboðaliðum. Eftir mótið var svo …
Pokamerkin, félagsskírteini og inneignir í veitingasölunni
Nú í vikunni ættu pokamerkin að fara að detta inn um lúguna hjá félagsmönnum. Athugið að nauðsynlegt er að hver og einn hengi sitt pokamerki á golfpokann á sýnilegan stað því það auðveldar allt eftirlit. Eins er gott ráð að hafa alltaf félagsskírteinið í golfpokanum, það er sama skírteini og verið hefur undanfarin ár. Hafi það glatast má panta nýtt …
Skráning hafin í Byko vormótið
Byko mótið verður haldið laugardaginn 7. maí og er 9 holu innanfélagsmót. Veitt verða verðlaun fyrir fimm fyrstu sætin í punktakeppni, besta skor og nándarverðlaunum á par 3 brautum. Hámarksforgjöf gefin er: 28 Verðlaun: Besta skor: 25 þúsund króna gjafabréf í BYKO Punktakeppni: 1. sæti: 25.000 gjafabréf í BYKO 2. sæti: 20.000 gjafabréf í BYKO 3. sæti: 15.000 gjafabréf í …
Mótaskráin 2022
Mótaskráin 2022 hefur nú verið birt hér á síðunni undir flipanum mótaskrá. Þar má sjá öll mót sem haldin eru á vegum klúbbsins. Við hvetjum félagsmenn til að kynna sér mótaskránna og um leið að lesa ávallt fyrirkomulag mótanna sem birt er sérstaklega inni á golfbox undir „upplýsingar“ um hvert mót. Meistaramótið hefst eins og áður sagði laugardaginn 25. júní. …
Fjölmennur og góður félagafundur í gær
Kæru félagsmenn, Stjórn Nesklúbbsins og vallarnefnd vill þakka kærlega fyrir góðan og málefnalegan félgagafund sem haldinn var í gær vegna fyrirhugaðra breytinga á vellinum. Við erum þakklát fyrir þann mikla áhuga sem félagsmenn sýna málefninu enda var fjölmenni sem mætti á fundinn og var nánast fullt út úr dyrum. Eins hafa þegar þetta er ritað hátt í 5o0 manns horft …
Hreinsunardagurinn á morgun – vantar nokkra í viðbót
kæru félagar, Eins og fram hefur komið er hreinsunardagurinn okkar á morgun (sjá hér) . Það er komin mjög fín skráning en við hefðum viljað fá nokkrar hendur í viðbót ef mögulegt er vegna fjölda verkefna. Þannig að ef þú átt möguleika á milli kl. 09.45 og 12.00, jafnvel bara hluta tímans þá máttu endilega skrá þig eða jafnvel bara …