Lokadagur til að skrá sig í Meistaramótið er í dag og lýkur skráningu kl. 22.00 í kvöld. Mjög góð þátttaka er komin í mótið og stefnir allt í glimrandi veislu og stemningu þar sem meira að segja veðurguðirnir stefna á að bjóða okkur upp á bjarta daga. Við hvetjum því alla sem ætla að taka þátt að skrá sig fyrir …
Meistaramótið 2023 – skráning
Nú eru aðeins tveir dagar í að skráningu lýkur í Meistaramótið 2023 og viljum við hvetja alla sem ætla að vera með að skrá sig. Skráningu lýkur formlega núna á miðvikudaginn, 28. júní kl. 22.00. Niðurröðun flokka og allar aðrar upplýsingar má sjá hér á heimasíðunni undir „mótaskrá“. Hægt er að skrá sig á Golfbox eða með því að smella …
Meistaramótið 2023 – skráning hafin
Í dag, þriðjudaginn 20. júní hefst skráning í fullorðinsflokkum fyrir 59. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 28. júní – 8. júlí. Skráning fer nú í fyrsta um sinn eingöngu fram í gegnum veraldarvefinn (Golfbox) eða á skrifstofu klúbbsins (sími 561-1930) á milli kl. 09.00 og 17.00. Þannig höfum við hvatt möppuna góðu með virtum enda hefur allt sinn tíma …
OPNA ICELANDAIR mótið sem haldið verður á Þjóðhátíðardeginum sjálfum 17. JÚNÍ eins og venjulega er eitt stærsta mótið sem haldið er á Nesvellinum ár hvert. Mótið er opið 9 holu mót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og þrjú efstu sætin í punktakeppni ásamt heilum hellingi af aukaverðlaunum. Hámarksforgjöf gefin í mótinu: 28 VERÐLAUN: Höggleikur: 1. …
Golfkennsla hjá Nesklúbbnum
Sumarið mun koma og þá er sko eins gott að vera tilbúin/n. Þarftu að fínpússa sveifluna eða er kannski bara allt í skrúfunni og þú þarft að koma þér aftur á sporið? Ef annaðhvort er, nú eða bara að þú vilt ná enn lengra í golfinu, þá starfa við golfkennslu hjá Nesklúbbnum tveir snillingar sem geta hjálpað þér. Þeir Guðmundur …
OPNA NESSKIP – skráning hafin
laugardaginn 3. júní, verður haldið opið 18 holu mót á Nesvellinum þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP. Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Mótið er opið öllum kylfingum. …
Skráning á golfleikjanámskeið Nesklúbbsins sumarið 2023 er í fullum gangi
Við verðum með 9 vikulöng golfleikjanámskeið í sumar og eru námskeiðin hugsuð fyrir börn á aldrinum 7-14 ára. Það fylltist hratt á nokkur námskeiðanna og höfum við bætt við nokkrum aukaplássum þannig að enn er hægt að skrá á þau námskeið en mun líklegast fyllast hratt. Hægt er að lesa nánar um námskeiðin á heimasíðu Nesklúbbsins undir barna- og unglingastarf …
Frábær mæting á hreinsunardaginn
Síðastliðinn laugardag héldum við hinn árlega hreinsunardag sem jafnan er upphafið á sumartímabilinu hjá klúbbnum. Það voru yfir 100 manns sem komu og unnu hin ýmsu verk til að gera völlinn okkar og nærumhverfi hans betra og fallegra fyrir sumarið….. sem reyndar ætlar að koma seint þetta árið. Ómetanlegt með eindæmum og enn og aftur sýnir hvað við erum rík …
Staðfesting á rástíma
Eins og fram kom í síðasa formannspistli ætlum við að taka höndum saman og fara að bera meiri virðingu fyrir rástímum á vellinum. Það felur meðal annars í sér að staðfesta okkur á rástíma. Einfaldast er að gera það með því að fara inn í appið og bera símann upp að QR-kóðanum sem blasir við á skjánum sem staðsettur er …
Skráning hafin í ECCO bikarkeppnina
Forkeppnin í ECCO bikarkeppnina fer fram fimmtudaginn 18. maí. Mótið er eins og venjulega „sjálfsstætt“ mót eins og kemur fram í lýsingunni á Golfbox þar sem veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og punktakeppni. Skráning og allar nánari upplýsingar má sjá á Golfbox eða með því að smella hér. Mótanefnd