Í dag, mánudaginn 13. júní hefst skráning í 58. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 25. júní – 7. júlí. Skráning fer nú fyrst um sinn eingöngu fram í gegnum veraldarvefinn (Golfbox). Af gefinni reynslu verður að sjálfsögðu ekki reynt að vísa möppunni gömlu og góðu á dyr eins og í fyrra, enda hlaut sá gjörningur bæði réttmætar og vægast …
Skráning hafin í OPNA 17. JÚNÍ mótið
OPNA 17. JÚNÍ mótið er eitt stærsta mótið sem haldið er á Þjóðhátíðardegi Íslendinga, þann 17. júní á Nesvellinum á hverju ári. Mótið er opið 9 holu mót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og þrjú efstu sætin í punktakeppni ásamt heilum hellingi af aukaverðlaunum. Hámarksforgjöf gefin í mótinu: 28 VERÐLAUN: Höggleikur: 1. sæti – kr. …
NTC Hjóna- og parakeppnin á laugardaginn – nokkur sæti laus
Hin glæsilega og stórskemmtilega NTC hjóna- og parakeppni verður haldin á laugardaginn. Eins og undanfarin ár bauðst þeim sem skráð voru í mótið i fyrra að forbóka sig í mótið og er þeirri forbókun nú lokið. Búið er að setja alla þá inn sem höfðu skráð sig í síðustu viku inn í mótið sem og af biðlista. Það eru þó …
OPNA NESSKIP – Úrslit
OPNA NESSKIP mótið fór fram á Nesvellinum í gær. Mótið var 18 holur þar sem leikið var eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum. Allur ágóði af mótinu rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi: …
Þið sem hélduð að þetta væri bara grín
Við erum svo lukkuleg að vera umvafin dásamlegri náttúruperlu á Nesinu þegar við spilum golf. Við gerum kröfur gæði og fegurð vallarins og finnst oftar en ekki sjálfsagt að bæði flatir og brautir séu alltaf upp á sitt besta. En það sem sennilega fæstir vita að á bakvið þessi gæði og fegurð liggur þrotlaus vinna vallarstarfsmanna okkar undir dyggri stjórn …
Þyrí og Kjartan Óskar sigruðu í ECCO keppnunum
Keppni í ECCO holukeppnunum, þ.e. Bikarmeistari Nesklúbbsins 2022 og Klúbbmeistari Nesklúbbsins í holukeppni 2022 lauk í gær. Eins og áður hefur komið fram var leikið eftir nýju fyrirkomulagi í ár þar sem að allir leikir í holukeppninni höfðu fastan leikdag. Veitt var þó heimild til þess að leika fyrir settan leikdag og eftir settan rástíma á leikdegi að því gefnu …
Einnarkylfukeppni NK kvenna
Þriðjudaginn 7. júní verður Einnarkylfukeppni NK kvenna haldin þar sem leiknar verða 9 holur með einni kylfu og pútter. Stórskemmtilegt mót fyrir allar konur sem eru meðlimir í Nesklúbbnum þar sem dagskráin er eftirfarandi: Mæting er kl.17:00 Ræst verður út á öllum teigum kl.17:50 og spilaðar 9 holur. Skráning hefst fimmtudaginn 2. júní kl. 09.00 og lýkur á miðnætti mánudaginn …
OPNA NESSKIP – skráning hafin
Mánudaginn 6. júní, verður haldið opið 18 holu mót á Nesvellinum þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP. Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Mótið er opið öllum kylfingum. …
Frábær þátttaka á Áskorendamótaröðinni í dag
Fyrsta mótið á Áskorendamótaröð GSÍ var haldið á Nesvellinum í dag. Mótið sem er eftir alþjóðlegri fyrirmynd mótaraðar fyrir unga kylfinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í mótaþátttöku heppnaðist afar vel við glimrandi góðar aðstæður. Leikið var í 4 aldursflokkum fyrir bæði kyn og voru 62 kylfingar skráðir til leiks úr 8 golfklúbbum, þar af voru flest börnin …
ECCO holukeppnirnar halda áfram á morgun
Eins og fram hefur komið eru nú bæði ECCO bikarkeppnin og Klúbbmeistari í holukeppni leikið eftir nýju fyrirkomulagi. Þannig eru nú allir leikirnir í útsláttarkeppnunum leiknir á fyrirfram ákveðnum dögum. þetta hefur mælst vel fyrir hjá þátttakendum og skapar bæði meiri stemningu og allir vita hvenær þeir eiga næsta leik. Nú er fyrstu umferðunum lokið í báðum keppnum. Leikar munu …