Mótinu sem átti að vera á laugardagsmorgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Það er því búið að opna fyrir skráningu á alla rástíma fyrir ykkur félagsmenn þennan sólríka laugardag – fyrstur kemur, fyrstur fær. Nefndin
Öldungabikarinn – úrslit ráðast í kvöld
Nú er búið að spila 4 umferðir í Öldungabikar Nesklúbbsins 2022. Mótið hefur verið ákaflega vel heppnað þar sem færri komust að en vildu í þetta stórskemmtilega mót sem nú hefur svo sannarlega fest sig í sessi í viðburðarflóru klúbbsins. STAÐA EFSTU KEPPENDA EFTIR 4 UMFERÐIR 1. sæti Eggert Eggertsson 4 vinningar 2. sæti Odddný Ingiríður Yngvadóttir 4 vinningar 3. …
Skráning í Öldungabikarinn hefst í dag
Öldungabikarinn er stórskemmtilegt mót fyrir eldri kylfinga Nesklúbbsins, karla og konur. Leikið verður eftir holukeppnisfyrirkomulagi án forgjafar. Leiknir verða 6 níu holu hringir, tveir á dag. Keppendur raðast samkvæmt Monrad kerfi (sjá nánar reglugerð með því að smella hér). Leikdagar eru 19., 20. og 21. júlí, ræst út frá kl. 17.00 alla daga. Allar konur og karlar í Nesklúbbnum sem …
Úrslit í Meistaramóti 14 ára og yngri
Meistaramót barna 14 ára og yngri fór fram í vikunni á Nesvellinum. Til stóð að mótið færi fram á tveimur dögum en veðrið kom í veg fyrir að seinni dagur mótsins færi fram í gær. Því voru úrslit fyrsta dags látin standa sem lokaúrslit mótsins og fóru krakkarnir inn á Nesvelli og spiluðu skemmtigolf í hermunum þegar mótið átti að …
Meistaramót Nesklúbbsins í flokkum 14 ára og yngri
Meistaramót Nesklúbbsins í flokkum 14 ára og yngri hófst í dag. Keppt er í flokkum 11-14 ára og 10 ára og yngri í stúlkna og drengja flokkum. Alls taka 24 krakkar þátt í þessum tveimur aldurshópum í mótinu í ár. Eftir fyrsta dag leiða Ragnheiður I. Guðjónsdóttir sem lék á 102 höggum og Pétur Orri Þórðarson sem lék á 71 …
Bjarni Þór og Karlotta Klúbbmeistarar 2022
Meistaramóti Nesklúbbsins 2022 lauk nú undir kvöld og eru nýkrýndir klúbbmeistarar þau Karlotta Einarsdóttir sem sigraði í Meistaraflokki kvenna og Bjarni Þór Lúðvíksson sem sigraði í Meistaraflokki karla. Nesklúbburinn óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn. Nánari úrslit frá mótinu má nálgast á golf.is eða með því að smella hér.
Nærmynd með myndir úr Meistaramótinu
Hann Guðmundur Kr. ljósmyndari er að sjálfsögðu búinn að vera að störfum í Meistaramótinu eins og undanfarin ár. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Guðmundur félagsmaður í Nesklúbbnum okkar og hefur í gegnum tíðina myndað alla stórviðburði sem klúbburinn hefur haldið og á svo sannarlega endalausar þakkir skyldar fyrir ósérhlífna vinnu og stórkostlegar myndir. Með því að smella hér …
Lokahóf Meistaramótsins 2022
Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára leik. Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu kl. 19.30. Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á kvöldverð og skemmtilega kvöldstund. Við ætlum að hvetja alla til að mæta snemma þetta árið. Það verður HAPPY HOUR hjá MARIO frá …
Uppfærð rástímatafla fyrir Meistaramótið 2022
Uppfærð rástímatafla í Meistaramótinu. Munið engu að síður að þetta er alltaf áætlun, getur tekið breytingum – þannig að fylgist alltaf með hér á heimasíðunni. Útgefna rástíma í Meistaramótinu fyrir hvern dag má sjá með því að smella hér
6. sæti á Íslandsmóti golfklúbba
Íslandsmóti golfklúbba í flokkum 14 ára og yngri, 16 ára og yngri og 18 ára og yngri fóru fram í liðinni viku og kláruðust á föstudag. Nesklúbburinn átti tvö strákalið í mótinu og eitt lið í stelpuflokki. Júlía Karitas Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Guðjónsdóttir, Nína Rún Ragnarsdóttir, Elísabet Þóra Ólafsdóttir og Emilía Halldórsdóttir skipuðu lið NK stúlkna í flokki 14 ára …