Bjarni Þór sigraði Einvígið á Nesinu 2022

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Einvígið á Nesinu (Shoot out) góðgerðarmótið fór fram á Nesvellinum í heldur vindasömu veðri í dag.  Þetta var í 26. skiptið sem mótið er haldið og eins og ávallt var það haldið til styrktar góðu málefni, nú Einstökum Börnum sem er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Sigurvegari mótsins varð að lokum Bjarni Þór Lúðvíksson úr …

NK golfferð til Alicante Golf á Spáni

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

NK golfferð til Alicante Golf á Spáni í samstarfi við Okkar ferðir, 14 – 24 april 2023 Alicante golf þarf vart að kynna fyrir Nesklúbbsmeðlimum. Um árabil hafa fjölmargir Íslendingar lagt leið sína til Alicante golf og spilað golf á þessum frábæra velli. Staðsetningin er sérlega góð, aðeins 20 mín frá flugvelli, Eiðistorgið í bakgarðinum og stutt í miðbæ Alicante. …

Einvígið á Nesinu verður haldið á mánudaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 26. sinn. Mótið sem haldið er í samstarfi við STEFNI hf., verður eins og áður á frídegi verslunarmanna, nú mánudaginn 1. ágúst. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er …

Frábær árangur hjá stelpunum okkar á Íslandsmóti golfklúbba

Nesklúbburinn Almennt

Kvennasveit Nesklúbbsins endaði í 5. sæti í 1. deild á Íslandsmóti golfklúbba sem haldið var sameiginlega hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar og Golfklúbbi Reykjavíkur.  Frábær árangur hjá stelpunum okkar en liðið skipaði: Ágústa Dúa Jónsdóttir Elsa Nielsen Helga Kristín Einarsdóttir Helga Kristín Gunnlaugsdóttir Karlotta Einarsdóttir Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Ragna Ingólfsdóttir Þyrí Valdimarsdóttir Liðstjóri NK sveitarinnar var Helga Kristín Gunnlaugsdóttir

Öldungabikarinn – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

Lokaumferðirnar í Öldungabikarnum fóru fram í gær.  Keppni var æsispennandi allt til enda en svo fór á lokum að Hinrik Þráinsson bar sigur úr býtum.  Hinrik tapaði ekki leik og hlaut 5,5 vinninga eins og Hörður R. Harðarson en eins og reglur mótsins gefa segja til um er Hinrik sigurvegari þar sem hann var í hærra sæti eftir næst síðustu …

Íslandsmót Golfklúbba – Nesklúbburinn sendi að sjálfsögðu lið

Nesklúbburinn Almennt

Íslandsmót golfklúbba fer fram núna í vikunni.  Nesklúbburinn sendir að sjálfsögðu lið til keppni í bæði karla- og kvennaflokki. Karlasveit NK endaði í 3. sæti í 2. deild á Íslandsmóti Golfklúbba í Öndverðarnesi sem lauk í gær. Strákarnir unnu 4 af 5 leikjum í mótinu en töpuðu í undanúrslitum í bráðabana og léku því um 3. sæti og tryggðu sér …

Allt opið á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Mótinu sem átti að vera á laugardagsmorgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma.  Það er því búið að opna fyrir skráningu á alla rástíma fyrir ykkur félagsmenn þennan sólríka laugardag – fyrstur kemur, fyrstur fær. Nefndin

Öldungabikarinn – úrslit ráðast í kvöld

Nesklúbburinn Almennt

Nú er búið að spila 4 umferðir í Öldungabikar Nesklúbbsins 2022.  Mótið hefur verið ákaflega vel heppnað þar sem færri komust að en vildu í þetta stórskemmtilega mót sem nú hefur svo sannarlega fest sig í sessi í viðburðarflóru klúbbsins. STAÐA EFSTU KEPPENDA EFTIR 4 UMFERÐIR 1. sæti Eggert Eggertsson 4 vinningar 2. sæti Odddný Ingiríður Yngvadóttir 4 vinningar 3. …

Skráning í Öldungabikarinn hefst í dag

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Öldungabikarinn er stórskemmtilegt mót fyrir eldri kylfinga Nesklúbbsins, karla og konur.  Leikið verður eftir holukeppnisfyrirkomulagi án forgjafar.  Leiknir verða 6 níu holu hringir, tveir á dag.  Keppendur raðast samkvæmt Monrad kerfi (sjá nánar reglugerð með því að smella hér).  Leikdagar eru 19., 20. og 21. júlí, ræst út frá kl. 17.00 alla daga. Allar konur og karlar í Nesklúbbnum sem …