Meistaramót barna 14 ára og yngri fór fram í vikunni á Nesvellinum. Til stóð að mótið færi fram á tveimur dögum en veðrið kom í veg fyrir að seinni dagur mótsins færi fram í gær. Því voru úrslit fyrsta dags látin standa sem lokaúrslit mótsins og fóru krakkarnir inn á Nesvelli og spiluðu skemmtigolf í hermunum þegar mótið átti að …
Meistaramót Nesklúbbsins í flokkum 14 ára og yngri
Meistaramót Nesklúbbsins í flokkum 14 ára og yngri hófst í dag. Keppt er í flokkum 11-14 ára og 10 ára og yngri í stúlkna og drengja flokkum. Alls taka 24 krakkar þátt í þessum tveimur aldurshópum í mótinu í ár. Eftir fyrsta dag leiða Ragnheiður I. Guðjónsdóttir sem lék á 102 höggum og Pétur Orri Þórðarson sem lék á 71 …
Bjarni Þór og Karlotta Klúbbmeistarar 2022
Meistaramóti Nesklúbbsins 2022 lauk nú undir kvöld og eru nýkrýndir klúbbmeistarar þau Karlotta Einarsdóttir sem sigraði í Meistaraflokki kvenna og Bjarni Þór Lúðvíksson sem sigraði í Meistaraflokki karla. Nesklúbburinn óskar þeim innilega til hamingju með sigurinn. Nánari úrslit frá mótinu má nálgast á golf.is eða með því að smella hér.
Nærmynd með myndir úr Meistaramótinu
Hann Guðmundur Kr. ljósmyndari er að sjálfsögðu búinn að vera að störfum í Meistaramótinu eins og undanfarin ár. Fyrir þá sem ekki þekkja til er Guðmundur félagsmaður í Nesklúbbnum okkar og hefur í gegnum tíðina myndað alla stórviðburði sem klúbburinn hefur haldið og á svo sannarlega endalausar þakkir skyldar fyrir ósérhlífna vinnu og stórkostlegar myndir. Með því að smella hér …
Lokahóf Meistaramótsins 2022
Lokahóf Meistaramótsins fer fram núna á laugardaginn, fljótlega eftir að síðustu flokkarnir klára leik. Dagskráin er nokkuð hefðbundin þar sem að byrjað verður á verðlaunaafhendingu kl. 19.30. Í framhaldinu verður borðhald þar sem að boðið verður upp á kvöldverð og skemmtilega kvöldstund. Við ætlum að hvetja alla til að mæta snemma þetta árið. Það verður HAPPY HOUR hjá MARIO frá …
Uppfærð rástímatafla fyrir Meistaramótið 2022
Uppfærð rástímatafla í Meistaramótinu. Munið engu að síður að þetta er alltaf áætlun, getur tekið breytingum – þannig að fylgist alltaf með hér á heimasíðunni. Útgefna rástíma í Meistaramótinu fyrir hvern dag má sjá með því að smella hér
6. sæti á Íslandsmóti golfklúbba
Íslandsmóti golfklúbba í flokkum 14 ára og yngri, 16 ára og yngri og 18 ára og yngri fóru fram í liðinni viku og kláruðust á föstudag. Nesklúbburinn átti tvö strákalið í mótinu og eitt lið í stelpuflokki. Júlía Karitas Guðmundsdóttir, Ragnheiður Ingibjörg Guðjónsdóttir, Nína Rún Ragnarsdóttir, Elísabet Þóra Ólafsdóttir og Emilía Halldórsdóttir skipuðu lið NK stúlkna í flokki 14 ára …
Rástímar fyrir mánudaginn 27. júní í Meistaramótinu 2022
Með því að smella hér má sjá rástíma fyrir dag þrjú, mánudaginn 27. júní í Meistaramótinu 2022 Athugið að eins má sjá ýmislegt um Meistaramótið (smella hér) á heimasíðunni undir með því að smella á Mótaskrá og velja þar Meistaramót (nokkrir valmöguleikar með því að ýta á píluna niður). Þar má t.d. finna nokkrar algegngar spurningar er koma upp varðandi …
Golfreglurnar og fleira í Meistaramóti
Við spilum flest öll golf allt sumarið (og mörg lengur) og heyrir það til undantekninga að við séum að missa okkur í golfreglunum svona dags daglega. Þær eru jú ansi flóknar margar hverjar og eiginlega frekar leiðinlegar líka oft á tíðum. Þess vegna getur oft bara verið betra og miklu skemmtilegra að horfa í hina áttina og halda áfram og …
Meistaramót 2022 – rástímar fyrir laugardaginn 25. júní
Hér fyrir neðan eru rástímar fyrir fyrsta dag Meistaramótsins 2022, laugardaginn 25. júní. Tími Fornafn Eftirnafn Flokkur 07:00 Guðbrandur Sigurðsson 4. flokkur karla 07:00 Páll Ásgeir Guðmundsson 4. flokkur karla 07:00 Þorsteinn G Hilmarsson 4. flokkur karla 07:10 Árni Sverrisson 4. flokkur karla 07:10 Christopher Mark Wilson 4. flokkur karla 07:10 Páll Sævar Guðjónsson 4. flokkur karla 07:20 Georg Haraldsson …