Kæru félagar, Efni þessa pistils snýst að þessu sinni meira og minna um völlinn okkar. Ég vil byrja á því að þakka fyrir mikinn áhuga og góðar umræður á kynningarfundinum vegna breytinganna á vellinum sem haldinn var um daginn. Þeir sem misstu af kynningunni geta horft á hana í gegnum facebook síðu klúbbsins eða með því að smella hér. Hún …
Úrslit í ECCO mótinu í dag
ECCO mótið fór fram á Nesvellinum í dag. Það voru 104 þátttakendur skráðir til leiks og komust færri að en vildu. Úrslit í mótinu urðu eftirfarandi: Höggleikur: 1. sæti: Kjartan Óskar Guðmundsson – 71 högg 2. sæti: Heiðar Steinn Gíslason – 72 högg 3. sæti: Gauti Grétarsson – 73 högg Punktakeppni: 1. sæti: Benedikt Blöndal Sveinsson – 52 punktar 2. …
Holukeppni NK kvenna – frábær viðbót við kvennastarfið
Kæru NK konur Í sumar ætlum við að bæta í kvennastarfið og bjóða upp á holukeppni NK kvenna. Flestar erum við vanar að spila alltaf eftir punktafyrirkomulagi eða höggleik. Okkur finnst tilvalið að gera starfið fjölbreyttara og um leið vonandi skemmtilgegra með þessari viðbót. Við viljum þannig kynna fyrir þeim sem ekki þekkja þetta skemmtilega fyrirkomulag og má til gamans …
Nokkur sæti laus á kvennanámskeið sem hefst í næstu viku
Nokkur laus sæti á eitt kvennanámskeið sem hefst í næstu viku. Námskeiðið er samtals 10 klukkustundir á æfingasvæði Nesklúbbsins eða á Nesvöllum ef illa viðrar. 8 nemendur og 2 kennarar eru á hverju námskeiði. Innifalið í gjaldi er kennslan, æfingaboltar, bækurnar GæðaGolf og Vertu Þinn eigin Golfkennari. Verð á námskeið er 49.000.- kr Kennarar eru Helga Kristín Einarsdóttir og …
Lómur er orpinn við Daltjörn
Eins og allir vita er fuglalíf afar blómlegt á og við Nesvöllinn. Margæsin sem heimsækir okkur á leið sinni frá Írlandi til Kanada kom óvenju snemma þetta árið, eða fyrir miðjan apríl. Það verður fróðlegt að sjá hvort það muni hafa áhrif á brottfarartíma hennar sem er öllu jafna 25.-27. maí. Krían, okkar aðalsmerki, kom í síðustu viku og fer …
Úrslit í Byko mótinu
Það var góð þátttaka í Byko mótinu í gær og aðstæður góðar þó vissulega hefði hitastigið mátt vera aðeins hærra. Leikið var eftir punktafyrirkomulagi, og þá voru líka veitt verðlaun fyrir besta skor og nándarverðlaun. Helstu úrslit í mótinu urðu eftirfarandi: Punktakeppni: 1. sæti: Birgir Örn Arnarsson – 24 punktar 2. sæti: Pétur Orri Þórðarson – 23 punktar 3. sæti: …
Skráning hafin í ECCO bikarkeppnina
Forkeppnin í ECCO bikarkeppnina fer fram laugardaginn 14. maí. Mótið er eins og venjulega „sjálfsstætt“ mót eins og kemur fram í lýsingunni á Golfbox þar sem veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og punktakeppni. Skráning og allar nánari upplýsingar má sjá á Golfbox eða með því að smella hér. Mótanefnd
Staðreyndir um Nesklúbbinn
Kæru félagar, Eftir að hafa fylgst með áherslum þeirra flokka sem í framboði eru í komandi bæjarstjórnarkosningum fannst okkur tilvalið að senda þeim nokkrar staðreyndir um Nesklúbbinn. Klúbburinn stendur framarlega og tikkar í ansi mörg box sem flokkarnir setja á oddinn í sýnum málefnaflokkum. Við teljum klúbbinn því geta lagt sitt af mörkum á mörgum sviðum við að gera bæjarfélagið …
Frábær hreinsunardagur að baki
Síðastliðinn laugardag héldum við hinn árlega hreinsunardag sem jafnan er upphafið á sumartímabilinu hjá klúbbnum. Það voru í kringum 80 manns sem komu og unnu hin ýmsu verk til að gera völlinn okkar og nærumhverfi hans betra og fallegra fyrir sumarið. Ómetanlegt með eindæmum og enn og aftur sýnir hvað við erum rík af ósérhlífnum sjálfboðaliðum. Eftir mótið var svo …
Pokamerkin, félagsskírteini og inneignir í veitingasölunni
Nú í vikunni ættu pokamerkin að fara að detta inn um lúguna hjá félagsmönnum. Athugið að nauðsynlegt er að hver og einn hengi sitt pokamerki á golfpokann á sýnilegan stað því það auðveldar allt eftirlit. Eins er gott ráð að hafa alltaf félagsskírteinið í golfpokanum, það er sama skírteini og verið hefur undanfarin ár. Hafi það glatast má panta nýtt …