Golfkennsla hjá Nesklúbbnum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Sumarið mun koma og þá er sko eins gott að vera tilbúin/n.  Þarftu að fínpússa sveifluna eða er kannski bara allt í skrúfunni og þú þarft að koma þér aftur á sporið?  Ef annaðhvort er, nú eða bara að þú vilt ná enn lengra í golfinu, þá starfa við golfkennslu hjá Nesklúbbnum tveir snillingar sem geta hjálpað þér.  Þeir Guðmundur …

Einnarkylfukeppni kvenna – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar konur

Þriðjudaginn 13. júní verður Einnarkylfukeppni NK kvenna haldin þar sem leiknar verða 9 holur með einni kylfu og pútter. Stórskemmtilegt mót fyrir allar konur sem eru meðlimir í Nesklúbbnum þar sem dagskráin er eftirfarandi: Mæting er á milli 17.00 og 17.30 Ræst verður út á öllum teigum kl.18:00 og spilaðar 9 holur. Skráning hefst miðvikudaginn 8. júní kl. 09.00 og …

NTC hjóna- og parakeppnin á laugardaginn

Nesklúbburinn Almennt

Hið stórglæsilega NTC hjóna- og parakeppni fer fram laugardaginn 10. júní.  Uppselt er í mótið en hægt að skrá sig á biðlista á skrifstofu klúbbsins í síma: 561-1930. Hjóna- og parakeppnin er í styrkt af NTC og er innanfélagsmót þar sem karlmaður og kvennmaður (ath 20 ára aldurstakmark) leika saman í liði samkvæmt eftirfarandi leikfyrirkomulagi: Fyrri 9 holurnar verður leikinn …

Opna Nesskip – úrslit

Nesklúbburinn Almennt

OPNA NESSKIP mótið fór fram á Nesvellinum um helgina.  Mótið var 18 holur þar sem leikið var eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig voru veitt nándarverðlaun á par 3 holum.  Allur ágóði af mótinu rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Helstu úrslit í mótinu voru eftirfarandi: …

OPNA NESSKIP – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

laugardaginn 3. júní, verður haldið opið 18 holu mót á Nesvellinum þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP. Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Mótið er opið öllum kylfingum. …

ECCO holukeppnirnar – niðurröðun og leikdagar

Nesklúbburinn Almennt

Nú liggur niðurröðun fyrir í bæði ECCO bikarmeistaranum (sjá hér) og ECCO klúbbeistaranum í holukeppni (sjá hér) Leikið verður eftir sama fyrirkomulagi og í fyrra, þ.e. að það eru fastir leikdagar fyrir hverja umferð.   Heimilt er að klára leikinn fyrir nefndar dagsetningar komi leikmenn sér saman um það, annars ráða fyrirfram ákveðnar dags- og tímasetningar. Leikdagar eru eftirfarandi: 22. maí …

Úrslit í ECCO mótinu í gær

Nesklúbburinn Almennt

ECCO mótið fór fram á Nesvellinum í gær.  Það voru 96 þátttakendur skráðir til leiks og urðu úrslit í mótinu eftirfarandi: Höggleikur: 1. sæti: Nökkvi Gunnarsson  – 71 högg 2. sæti: Orri Snær Jónnsson – 75 högg 3. sæti: Steinn Baugur Gunnarsson – 75 högg Punktakeppni: 1. sæti:  Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir – 42 punktar 2. sæti:  Bragi Þór Sigurðsson – …

Frábær mæting á hreinsunardaginn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Síðastliðinn laugardag héldum við hinn árlega hreinsunardag sem jafnan er upphafið á sumartímabilinu hjá klúbbnum.  Það voru yfir 100 manns sem komu og unnu hin ýmsu verk til að gera völlinn okkar og nærumhverfi hans betra og fallegra fyrir sumarið….. sem reyndar ætlar að koma seint þetta árið.  Ómetanlegt með eindæmum og enn og aftur sýnir hvað við erum rík …

Staðfesting á rástíma

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Eins og fram kom í síðasa formannspistli ætlum við að taka höndum saman og fara að bera meiri virðingu fyrir rástímum á vellinum.  Það felur meðal annars í sér að staðfesta okkur á rástíma.  Einfaldast er að gera það með því að fara inn í appið og bera símann upp að QR-kóðanum sem blasir við á skjánum sem staðsettur er …

Fyrsta kvennamót NK kvenna á morgun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar konur

Á morgun, þriðjudaginn 16. maí fer fram fyrsta kvennamótið af sjö.  Eins og venjulega er bara að skrá sig á blaðið í kassanum góða sem staðsettur verður í veitingasölunni og muna að greiða kr. 1.000.- í umslag sem er líka í kassanum.  Annars eru helstu reglur mótanna hér: Reglur fyrir þriðjudagsmót NK kvenna Heimilt er að byrja að spila: 9 …