Þið sem hélduð að þetta væri bara grín

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Við erum svo lukkuleg að vera umvafin dásamlegri náttúruperlu á Nesinu þegar við spilum golf.  Við gerum kröfur gæði og fegurð vallarins og finnst oftar en ekki sjálfsagt að bæði flatir og brautir séu alltaf upp á sitt besta.  En það sem sennilega fæstir vita að á bakvið þessi gæði og fegurð liggur þrotlaus vinna vallarstarfsmanna okkar undir dyggri stjórn …

Þyrí og Kjartan Óskar sigruðu í ECCO keppnunum

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Keppni í ECCO holukeppnunum, þ.e. Bikarmeistari Nesklúbbsins 2022 og Klúbbmeistari Nesklúbbsins í holukeppni 2022 lauk í gær.  Eins og áður hefur komið fram var leikið eftir nýju fyrirkomulagi í ár þar sem að allir leikir í holukeppninni höfðu fastan leikdag.  Veitt var þó heimild til þess að leika fyrir settan leikdag og eftir settan rástíma á leikdegi að því gefnu …

OPNA NESSKIP – skráning hafin

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Mánudaginn 6. júní, verður haldið opið 18 holu mót á Nesvellinum þar sem allur ágóði rennur til unglingastarfs Nesklúbbsins. Mótið er haldið í samstarfi við NESSKIP. Leikið verður eftir punktafyrirkomulagi og veitt verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í punktakeppni með forgjöf og fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Einnig verða nándarverðlaun á öllum par 3 holum. Mótið er opið öllum kylfingum. …

ECCO holukeppnirnar halda áfram á morgun

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Eins og fram hefur komið eru nú bæði ECCO bikarkeppnin og Klúbbmeistari í holukeppni leikið eftir nýju fyrirkomulagi.  Þannig eru nú allir leikirnir í útsláttarkeppnunum leiknir á fyrirfram ákveðnum dögum.  þetta hefur mælst vel fyrir hjá þátttakendum og skapar bæði meiri stemningu og allir vita hvenær þeir eiga næsta leik. Nú er fyrstu umferðunum lokið í báðum keppnum.  Leikar munu …

Formannspistill

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Efni þessa pistils snýst að þessu sinni meira og minna um völlinn okkar. Ég vil byrja á því að þakka fyrir mikinn áhuga og góðar umræður á kynningarfundinum vegna breytinganna á vellinum sem haldinn var um daginn. Þeir sem misstu af kynningunni geta horft á hana í gegnum facebook síðu klúbbsins eða með því að smella hér.  Hún …

Lómur er orpinn við Daltjörn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Eins og allir vita er fuglalíf afar blómlegt á og við Nesvöllinn.  Margæsin sem heimsækir okkur á leið sinni frá Írlandi til Kanada kom óvenju snemma þetta árið, eða fyrir miðjan apríl.  Það verður fróðlegt að sjá hvort það muni hafa áhrif á brottfarartíma hennar sem er öllu jafna 25.-27. maí.  Krían, okkar aðalsmerki, kom í síðustu viku og fer …

Skráning hafin í ECCO bikarkeppnina

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Forkeppnin í ECCO bikarkeppnina fer fram laugardaginn 14. maí.  Mótið er eins og venjulega „sjálfsstætt“ mót eins og kemur fram í lýsingunni á Golfbox þar sem veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og punktakeppni.   Skráning og allar nánari upplýsingar má sjá á Golfbox eða með því að smella hér. Mótanefnd

Staðreyndir um Nesklúbbinn

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Kæru félagar, Eftir að hafa fylgst með áherslum þeirra flokka sem í framboði eru í komandi bæjarstjórnarkosningum fannst okkur tilvalið að senda þeim nokkrar staðreyndir um Nesklúbbinn.  Klúbburinn stendur framarlega og tikkar í ansi mörg box sem flokkarnir setja á oddinn í sýnum málefnaflokkum.  Við teljum klúbbinn því geta lagt sitt af mörkum á mörgum sviðum við að gera bæjarfélagið …

Frábær hreinsunardagur að baki

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Síðastliðinn laugardag héldum við hinn árlega hreinsunardag sem jafnan er upphafið á sumartímabilinu hjá klúbbnum.  Það voru í kringum 80 manns sem komu og unnu hin ýmsu verk til að gera völlinn okkar og nærumhverfi hans betra og fallegra fyrir sumarið.  Ómetanlegt með eindæmum og enn og aftur sýnir hvað við erum rík af ósérhlífnum sjálfboðaliðum. Eftir mótið var svo …

Pokamerkin, félagsskírteini og inneignir í veitingasölunni

Nesklúbburinn Almennt, Póstlistar allir

Nú í vikunni ættu pokamerkin að fara að detta inn um lúguna hjá félagsmönnum.  Athugið að nauðsynlegt er að hver og einn hengi sitt pokamerki á golfpokann á sýnilegan stað því það auðveldar allt eftirlit.  Eins er gott ráð að hafa alltaf félagsskírteinið í golfpokanum, það er sama skírteini og verið hefur undanfarin ár.  Hafi það glatast má panta nýtt …