NK golfferð til Alicante Golf á Spáni í samstarfi við Okkar ferðir, 14 – 24 april 2023 Alicante golf þarf vart að kynna fyrir Nesklúbbsmeðlimum. Um árabil hafa fjölmargir Íslendingar lagt leið sína til Alicante golf og spilað golf á þessum frábæra velli. Staðsetningin er sérlega góð, aðeins 20 mín frá flugvelli, Eiðistorgið í bakgarðinum og stutt í miðbæ Alicante. …
Einvígið á Nesinu verður haldið á mánudaginn
Árlegt góðgerðarmót Nesklúbbsins, Einvígið á Nesinu, verður nú haldið í 26. sinn. Mótið sem haldið er í samstarfi við STEFNI hf., verður eins og áður á frídegi verslunarmanna, nú mánudaginn 1. ágúst. Venju samkvæmt er nokkrum af bestu kylfingum landsins fyrr og síðar boðið til leiks og munu þau í ár leika í þágu stuðningsfélagsins Einstök börn. Einstök börn er …
Allt opið á laugardaginn
Mótinu sem átti að vera á laugardagsmorgun hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Það er því búið að opna fyrir skráningu á alla rástíma fyrir ykkur félagsmenn þennan sólríka laugardag – fyrstur kemur, fyrstur fær. Nefndin
Skráning í Öldungabikarinn hefst í dag
Öldungabikarinn er stórskemmtilegt mót fyrir eldri kylfinga Nesklúbbsins, karla og konur. Leikið verður eftir holukeppnisfyrirkomulagi án forgjafar. Leiknir verða 6 níu holu hringir, tveir á dag. Keppendur raðast samkvæmt Monrad kerfi (sjá nánar reglugerð með því að smella hér). Leikdagar eru 19., 20. og 21. júlí, ræst út frá kl. 17.00 alla daga. Allar konur og karlar í Nesklúbbnum sem …
Aðstoð við Meistaramótið og vélar
Kæru félagsmenn, Eins og undanfarin ár leggjum við mikinn metnað í að gera upplifun keppenda í meistaramótinu eins mikinn og mögulegt er. Verkefnin eru mörg og það þarf margar hendur til að allt gangi upp. Nú stendur svo á að 0kkur vantar hendur til að aðstoða við umgjörðina, aðallega við að taka niður skor eftir 9 holur, yfirfara skorkort og …
Nýtt vallarmat – forgjöfin okkar breytist
Eftir breytingarnar á vellinum í vor óskaði stjórn klúbbsins eftir því að vallarmatsnefnd GSÍ myndi gera nýtt vallarmat fyrir okkur. Fyrir þá sem ekki þekkja til að þá er vallarmat það sem endurspeglar forgjafartöfluna sem við förum eftir og svo þá að lokum forgjöf okkar allra. Nýverið komu fulltrúar Golfsambandsins og tóku völlinn út, settu allar upplýsingar inn í þar …
Ýmislegt og hitt og þetta næstu daga
Kæru félagar, Aðeins til að gefa ykkur smá upplýsingar um hvernig næstu dögum verður háttað varðandi opnun á vellinum og í skálanum í kringum Meistaramótið og næstu daga. Meistaramótið hefst eins og áður hefur komið fram næsta laugardag. Skráning stendur yfir bæði á Golfbox (smella hér) og í möppunni gömlu góðu sem staðsett er í skálanum. Skráningu lýkur á stundvíslega …
Merkt föt til sölu – fyrstur kemur fyrstur fær
Á morgun, 17. júní verður til sölu fatnaður merktur Nesklúbbnum (með NK logó-inu). Um er að ræða kjarakaup þar sem að það er bara ein flík í hverri stærð og því lækkum við verðið svo um munar. Við hvetjum ykkur því til að gera ykkur ferð út á golfvöll í fyrramálið ef þið hafið áhuga – því þetta er einfaldlega …
MEISTARAMÓTIÐ 2022 – skráning hafin
Í dag, mánudaginn 13. júní hefst skráning í 58. Meistaramót Nesklúbbsins sem haldið verður dagana 25. júní – 7. júlí. Skráning fer nú fyrst um sinn eingöngu fram í gegnum veraldarvefinn (Golfbox). Af gefinni reynslu verður að sjálfsögðu ekki reynt að vísa möppunni gömlu og góðu á dyr eins og í fyrra, enda hlaut sá gjörningur bæði réttmætar og vægast …
Skráning hafin í OPNA 17. JÚNÍ mótið
OPNA 17. JÚNÍ mótið er eitt stærsta mótið sem haldið er á Þjóðhátíðardegi Íslendinga, þann 17. júní á Nesvellinum á hverju ári. Mótið er opið 9 holu mót og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í höggleik og þrjú efstu sætin í punktakeppni ásamt heilum hellingi af aukaverðlaunum. Hámarksforgjöf gefin í mótinu: 28 VERÐLAUN: Höggleikur: 1. sæti – kr. …